— GESTAPÓ —
Omegaone
Nýgræðingur.
Sálmur - 8/12/03
Leitin að lífinu.

Hvar er lífið sem ég taldi að væri selt í stórmarkaðnum
Ásamt pakkasúpum og kexi?
Já, hvar er það líf, þetta góða líf.
Ég finn það hvergi.
Ég leita búð úr búð frá kaupmanni til kaupmanns í Smára og Kringlu,
er jafnvel úti með stjörnukíki að leita.
Er það að finna í himinhvolfunum þetta líf sem ég leita að?
Hafa vísindamenn uppgötvað það og stílfært til fjöldaframleiðslu?
Dauðann finn ég og er þó ekki að leita.
Hann er í sígarettunni og ljósum prýddum skemmtistöðum.
Hann er sveittur á dansgólfinu í alsælu.
Hann er í strætinu, hann er í kogganum rámur og hás.
Hann læðist að vitund grunlausra barna í formi saklausra leikja,
hann er í barnapíunni sem horfir á „meinlaust“ porn með flekklausa kærastanum sínum. Dauðinn er ríkjandi alls staðar í fréttunum, jafnvel í saklausum kosningum og fegurðarsamkeppnum.
En hvar er þetta líf sem mér var heitið í vöggunni og á leikskólanum áður en barnapían kom og spillti minni vitund, áður en fréttirnar smugu inní sálina?
Já, því finn ég það ekki í hillunum innanum tískuvörurnar?
Bandið spilar og sveittur strákur á skemmtistað dansar og hrekklaus stelpa er líka með án þess þó að vita við hvaða mars hún er að dansa.
Og börnin syngja „Þá var kátt í höllinni“ við lag dauða bandsins.
Þetta er ljóð mitt til þín, já til þín sem kannt að geyma mitt líf.
En brjóst mitt er fullt af ótta og samviska mín svört sem
(1)samviskur virðulegra borgara.
En góðborgarar finnast ekki lengur, fyrir mér eru bara til rík svín sem felast í fílabeinsturnum með dauðann ræktaðan í görðunum sínum.
Þetta er samviskulaust ríkt fólk sem hefur áhyggjur af sveiflum hlutabréfamarkaðarins og það er fólkið sem stal lífinu í frelsisins nafni.

En ég, hugsa ég stundum. Hvernig verð ég ef ég efnast einn daginn?
Verð ég þá líka tilfinningalaust svín sem hrín í takt við markaðinn.
Verð ég hluti þess valds sem um mannslíf ekkert skeytir?
Verð ég þá partur af líflausu afli peningamaskínunnar?
Ég sem þrái líf fullt af heilbrigðum gildum og jafnrétti.
Þetta líf var eitt sinn til. Ég hef lesið um það, um gömlu fjölskyldueininguna, það liggur falið undir niðri. En ég finn það ekki í mínu lifanda lífi, þó ég leiti búð úr búð. Allt annað er að finna svo sem hægindavörur, hagræðingarvörur og vörur sem „allir“ þurfa að eiga. En gildin finn ég hvergi. Því er það svo fyrir mér að frjálshyggjan hefir leyst spilltasta eðli mannsins úr læðingi og hin gömlu gildi vikið fyrir markaðnum. Ég þrái einfaldleika og öldungaráð vitiborinna ekki þessa reglugerðamaskínu bakarísdrengja sem auðinn fengu í arf. Er þessi hugsun mín óraunsæ og barnaleg? Er þetta ósk vitfirrts manns sem kann ekki hinn spillta leik?
Eða er ég óspilltur með réttmætar óskir?
Ósk mín um endurreisn hinna góðu gilda verður seint uppfyllt í þeim veruleika sem er ríkjandi hér í nútímanum.
Frjálshyggjan, ekki endilega hægristefnan, hefur kviksett lífið og við syngjum öll jarðarfararsálminn djúpt inni í sálum okkar ómeðvituð, þar sem við keyrum á óráðlegum hraða í gegnum tilveruna. Blind leit að lífsgæðum og allaveganna hægindum hafa tekið það líf er ég sækist eftir að lifa.

Að eilífu Amen(2).

1) Samkvæmt „réttri Ílensku“ á að skrifa þetta öðuvísi, en þar sem um fjölda fólks er að ræða hlýtur að vera um fleiri en eina samvisku að ræða. Og einnig er ekkert víst að allir „virðulegir borgarar séu með samvisku líkt og með fólk í öðrum hornum tilverunnar.
(2) Amen var sólguð hinna fornu Egypta, og er hann ekki sniðugur.

Hafi maður ekki verið sósíalisti fyrir þrítugt er maður samviskulaus en sé maður það ennþá um og eftir þrítugt er maður vitlaus. Þessi orð náðu eyrum mínum og mér finnst þau nokkuð rétt.

   (24 af 43)  
Omegaone:
  • Fæðing hér: 12/7/04 15:52
  • Síðast á ferli: 13/5/06 19:33
  • Innlegg: 0
Eðli:
Maður sem hefur séð sjálfan sig í spegli.Og hefur verið sagður Engill Drottins. Er einræðis herra í eðli sínu og heldur mikið aftur af sér og er með varasamar geð sveiflur. Hann er Landsmaður ekki borgari, Notabene það er Æðra. Og hann stefnir á nobellinn í stjórnmála heimspeki. Og hann er með Dr gráðu frá, Guði hinum æðra allra, í lífsspeki og heimspeki. Og hann eins og áður hefur á minnst stefnir á Nobelsverlaun og það í mörgum flokkum.