— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Pistlingur - 1/12/03
Hryðjuverkaárás

vangavelta

Dokum nú aðeins við. "Hryðjuverkaáras." Hverslags orð er þetta? Er þetta ekki dulítið léleg þýðing enska orðasambandsins "terrorist attack?" Þýðir það ekki "árás hryðjuverkamanns?" Ég held reyndar að það orð hafi verið fundið upp af Búskmönnum til að lýsa árásunum á New York sem ekki virtust gerðar af neinu sérstöku þjóðríki.

Ósköp finnst mér þetta nú tautólógískt. Eins og frisbídiskur og veðhlaupakeppni. Hryðjuverk er ákveðin tegund skemmdarverks eða árásar þar sem leitast er við að gera sem mestan usla, andlegan sem líkamlegan, til að ná fram einhverskonar pólitískum markmiðum. Árás er svo aftur það þegar einhver ræðst að einhverju eða einhverjum. Hvað er þá hryðjuverkaárás? Árás einhvers gegn einhverjum þar sem beitt er hryðjuverkum? "Jæja Mundi minn. Nú skulum við ráðast til atlögu gegn bessastöðum, en ekki með byssum og handsprengjum, heldur með hryðjuverkum. Hana! Réttu mér hryðjuverkapokann."

Bull er þetta.

   (18 af 33)  
Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?