— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 6/12/04
Glóðun

Þetta er eitt blekkingarspil allt saman.

Í hugum margra er sumarið grilltíminn. Heimilisfeður hugsa með tilhlökkun til sumarsins þar sem þeir geta staðið úti og grillað lon og don og rifið í sig þurr- og votkryddaðar skepnur af áfergju.
En bíðum nú aðeins við. Hvað er langt síðan íslendingar fóru að glóðarsteikja mat? 20 ár? 30? Fyrir þann tíma sáu húsmæður um eldamennskuna og á síðbúnum sumarkvöldum gat húsbóndinn setið í hægindi úti á stétt (um svokallaða palla verður fjallað í öðrum pistli. Svei!) og sopið sjenever í appelsíni með röri.
Því gæti maður spurt sig, hvers vegna hópast karlar að grillunum og grilla hver í kapp við annan? Jú, rauðskokkur og stríðslesbíur hafa með undirförulum sálfræðihernaði komið því inn í þjóðarvitundina að glóðarsteiking sé á einhvern hátt karlmannleg! En bíðum við. Hvað er karlmannlegt við þetta? Hvað er glóðarsteiking í raun? Þetta er suða á mat við opinn eld úti í austankaldanum. Í raun afturför frá suðu matar í potti við hlóðir. Og ekki telst það karlmannleg iðja. Ekki fór Skalla-Grímur inn í eldhús að hræra í pottum, nei hann fór út í smiðju.

Kæru vinir. Grillmatur er góður, en framleiðsla hans er ekkert annað en eldamennska, og því ekki karlmannleg. Látið ekki undirförul kvenréttindasköss og femínista plata ykkur með svona barnalegum brögðum. Konurnar að grillunum, segi ég, og karlana í smiðjurnar.

   (3 af 33)  
6/12/04 10:01

Skabbi skrumari

Það er fátt karlmannlegra en að standa yfir grillinu, snúa við kótilettum og lærisneiðum og sötra bjór... á meðan konur leggja á borðið og malla meðlæti...

6/12/04 10:01

Nornin

Ég er hjartanlega sammála. Ég hef ekki ennþá kynnst manni sem kann að grilla betur en ég.
Látið okkur kvennverurnar um að standa yfir grillinu og hættið að nota þetta sem afsökun fyrir gengdarlausri bjórdrykkju.
Horfið bara á fótboltann og látið okkur um þetta.

6/12/04 10:01

Skabbi skrumari

En þetta er allt of tæknilegt fyrir konur... [Glottir]

6/12/04 10:01

Kargur

Konan mín kann ekki að kveikja á grillinu.

6/12/04 10:01

Nafni

Mér finnst grillkjötið best brennt.

6/12/04 10:01

Smábaggi

[Einmitt

6/12/04 10:01

Lómagnúpur

Konur kunna vel að fara með eld. Þær pauvuðust í reykmettuðum eldhúsunum, földu eldinn, vöktu hann aftur, o.s.frv, öldum saman. Það er ekkert annað en leikaraskapur og leti að þykjast ekki geta kveikt á grilli.

6/12/04 10:01

Lómagnúpur

Smábaggi hefur komið öllu í keng!

6/12/04 10:01

Vladimir Fuckov

]Já, það hefur hlaupið einhver Glúmur í hann enda Glúmur allir gestirnir hjer að undanskildum tveimur gestum og e.t.v. ritstjórn [Veltir fyrir sjer hvort dulargerfi Glúmanna verði það gott að eigi sjáist að (nánast) allir gestirnir sjeu hann]

6/12/04 10:01

Smábaggi

Það er nú bara hlutverk mitt að pirra, stofna til leiðinda og eyðileggja. [

6/12/04 10:01

Órækja

] Mig langar endilega að Borða elg og benda á þá staðreynd að jafn mikilvægan hlut og eldamennsku hefði aldrei átt að leggja á ábyrgð kvennmanna. Þessi afglöp kostuðu okkur hundruði ára af soðinni ýsu og söltuðum kjötafgöngum. Gerið uppreisn gegn ofurvaldi eldakvenna og eldið ykkar eigin stórsteik!

6/12/04 10:01

Smábaggi

[

Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?