— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Dagbók - 4/12/04
Vessagnótt

Bikar minn er er barmafullur

Þær hringdu í mig um daginn, gæskurnar, eins og þær gera á nokkurra mánaða fresti. Þær báðu mig endilega að kíkja við, tappa af, þiggja svo kaffi á eftir. Það hittist reyndar illa á þá, ég nýstiginn uppúr flensu, fullur af mótefnum og blóðþynnandi meðulum. Svo ég fór ekki og gleymdi mér. En í dag sá ég þær á rútunni sinni, rauðmálaðri, gæskurnar. Svo ég hugsaði með mér: "Jæja Lómagnúpur minn: Í dag skaltu fara og láta losa um."
Ég tilheyri minnihlutahópi sem kallast núll-rhesus-mínus. Við erum með stórkostlegt óþol gagnvart vessum annara, en okkar vessar gagnast öllum. Ef einhver okkar lendir í svokölluðu píklesi og þarfnast vessa við, geta einungis við bræður hans látið honum þá í té. Þess vegna eru þær nú alltaf að pexa í mér, gæskurnar.
Svo ég held ég drífi mig bara í eftirmiddaginn. Láti stinga á mér og losa svosem hálfan lítra. Maður er svo ansi frískur á eftir. Og kaffistofan svo heimilisleg.
Svo þarf maður hálfu minna sjenever til að verða fullur eftirá.

   (6 af 33)  
4/12/04 13:00

Vamban

Gott framtak!

4/12/04 13:01

Skabbi skrumari

Já, Lómi sannarlega lofsvert, hver veit nema maður skelli sér bráðlega aftur, líklega komnir yfir 3 mánuðir síðan síðast... Skál

4/12/04 13:01

Nafni

Er ekki bara nóg fyrir þig að snýta þér hraustlega?

4/12/04 13:01

Nornin

Já þetta minnir mig á það að ég á að fara núna!
Þakka þér fyrir að hrista aðeins upp í minninu hjá mér.
Ég er líka vinsæl hjá þeim blóðsugunum, bæði er ég í fremur sjaldgjæfum flokki (B+) og svo er ég með svo mikið blóð að það er hægt að dæla endalaust úr mér.

Kannski ég fari bara strax.

4/12/04 13:01

Smábaggi

Ég er í fremur algengum blóðflokki svo ég mun alltaf sleppa við svona helvítið tuð og hringingar.

4/12/04 13:01

Jóakim Aðalönd

Ég er nú bara í 0+. Ekkert merkilegt það.

4/12/04 13:01

Smábaggi

Er munurinn á ,,helvítið" og ,,helvítis" nógu mikill til að ég eyði þessu og skrifi aftur?

4/12/04 13:01

hundinginn

Veit ekki hvaða flokki jeg tilheyri? Kanski AmínusO?

4/12/04 13:02

Steinríkur

Ég dúxaði á blóðprufunni - fékk A+

Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?