— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Sálmur - 1/11/03
Yndi glundroðans

skotloka

Í dag fannst mér sem margir litlir lækir yrðu að hörðu straumvatni. Sem grúi grannra þráða yrðu að digru reipi. Sem niður hvíslandi radda yrði að þróttmiklu hrópi. En mér skjátlaðist.

   (15 af 33)  
1/11/03 02:01

hundinginn

Einmitt það. Sjálfur er ég í hálfgerðu dái þessa dagana hér, sennilega þar til verkfalli lýkur og hinir og þessir nýgræðingar geta farið að sinna náminu meira en öllu þessu þráðaþrugli. Skál.

Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?