— GESTAPÓ —
Fergesji
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/04
Samræmd próf, fimmti hluti.

Merkilegt alveg.

Eftir prófið í dag er einungis eftir eitt próf, í náttúrufræðum. Það er þó ekki það sem vér ætluðum að skrifa um nú, heldur próf dagsins, samfélagsgreinaprófið.
Í ár var prófað í þriðja skiptið í þessu fagi og vegna þess var prófið heldur auðvelt, en vér erum eigi frá því að þetta hafi þó verið strembnasta prófið.
Að öðru. Mikil umræða hefur verið í gangi nú upp á síðkastið um undarleika prófanna, m.a. hvað þau hafa verið óeðlilega erfið, sérstaklega þar sem aumigja krakkarnir hafa lent í svo löngu verkfalli. Vér spyrjum: ,,Hvað með það?" Hafa eigi allir lent í því sama? Jú. Þá ættu allir að sitja við sama borð í prófunum.
Nú að enn öðru. Eins og kom fram áður var í ár þriðja prófið í samfélagsgreinum og hefði þá mátt ætla að nýjar spurningar kæmu í alla staði, en nei, eigi var það svo, af því að að minnsta kosti þrjár spurningar höfðu komið fyrir áður. Það má kalla lélegt af hálfu Námsmatsstofnunar, en oss finnst að líða ættu minnst tíu ár áður en spurningar verða notaðar á svona prófum er hafa komið fyrir áður.
Vér setjum punkt hér og látum svo vita um seinasta prófið eftir um það bil þrjá daga.
Lifið heil,
Fergesji.

   (6 af 13)  
5/12/04 17:01

Furðuvera

Mikið ofsalega minnir þú mig á einn kunningja minn...

1/11/07 07:01

Fergesji

Látum brátt sjást hversu það stenzt.

Fergesji:
  • Fæðing hér: 14/6/04 21:57
  • Síðast á ferli: 28/12/12 01:11
  • Innlegg: 6808
Eðli:
Ýmsum nöfnum höfum vér nefnst, en vanastir erum vér þó að svara, er kallað er á Fergesja. Vér höfum tamið oss almenna kurteisi, og bregðum eigi frá henni, nema oss sé verulega misboðið.
Fræðasvið:
Margt smátt, jafnt sem annað stærra með nýlegri áherzlu á almennar lækningar.
Æviágrip:
Vér erum eitt af síðustu börnum 9. áratugarins, bjuggum löngum erlendis en flúðum úr landi sökum skorts á ísbílum. Síðan er eigi margt vitað um mig en nýlega haðfi komið í ljós að oss var aftur farið að langa að flýja land og því höfum vér nýlega framið valdarán í hinu fjarlæga ríki Efergisistan um 1000 sjómílur suðaustan Japansstranda og sezt þar að sem konungur. Vér fundum svo loksins hamingjuna eftir að hafa hlotnazt embætti gáfumálaráðherra Baggalútíu.