— GESTAPÓ —
Hóras
Heiðursgestur.
Pistlingur - 6/12/04
Vöfflur

Vegna gífurlegra eftirspurna

Nú hef ég fengið nóg. Þið hafið tuðað í mér um þetta nánast stanslaust í 3 mánuði og nú skuluð þið sko fá það. Hér er andskotans pistlingurinn um vöfflur.

Það er hægt að kaupa deigið tilbúið úti í búð nú orðið. Ímyndið ykkur tækniframfarirnar sem leiddu til þess. Svo hellið þið þessu á milli tveggja heitra plata með einhvers konar rifflum eða að minnsta kosti óreglulegu yfirborði sem virðist ekkert sérlega handahófskennt.
Vöfflur fæddust í Belgíu, eða svo hefur verið haldið fram alla tíð eftir að Belgar innlimuðu þá einu þjóð sem þeir réðu við, hina fornu Vafflaka, einhvern tíman í seinni hálfleik ársins 389.
Höfuðborg Belgíu er Brussel. Þar er að finna minnismerkið Atomium:


Hæsta bygging Brussel er 150 metra hár turn sem kallast Suður Turninn. Smíði Turnsins lauk 1967.
Árið 1967 voru Friðarverðlaun Nóbels ekki veitt. Hins vegar fékk Ragnar Granit Nóbelsverðlaun fyrir læknisfræði ásamt tveimur öðrum. Annar þeirra var Georg Wald.
Georg Wald mótmælti í orði Víetnam stríðinu.
Víetnam er í sama heimshluta og Japan.
Japanskar vöfflur eru oftast fylltar með sætu baunamauki og mótaðar til að líkjast fiski. Ég veit ekki afhverju en kannski til að börnin séu líklegri til að borða þær.

Þá er þessu lokið. Vinsamlegast ekki biðja mig um að gera svona aftur.

   (3 af 7)  
6/12/04 06:01

Bangsímon

Fínt hjá þér. En mikið væri nú gaman af þú mundir skrifa grein um vöfflur.

Hvernig væri að allir mundu bara skrifa grein um vöfflur og svo fær einn verðlaun fyrir bestu greinina? Kannski vöffludeigsfernu?

6/12/04 06:01

Furðuvera

Hi hi hi hi...
Bestu vöfflurnar eru á Café París. Hnausþykkar með alvöru rjóma.

6/12/04 06:01

Stelpið

Mér finnst bestu vöfflurnar vera á Mokka...

6/12/04 06:01

Vestfirðingur

Norðmenn eru alveg brjálaðir í vöfflur. Aldrei vitað annað eins. Við erum meira pönnukökuþjóð. Hollenskar vöflur með engifer, kanel og hunangi eru samt beztar.

6/12/04 06:02

Helena

Aaaaatómiiiiið! [Fær nostalgíukast í bland við nettan hræðsluhroll]

6/12/04 06:02

Sæmi Fróði

Pönnukökur eru bestar, en vöfflur eru þó nokkuð góðar!

6/12/04 06:02

RokkMús

Sammála með Pönnukökurnar.

6/12/04 07:01

Frelsishetjan

Bíddu! Það vantar enn helling af fróðleik um vöfflur!

6/12/04 07:01

Hóras

Sástu ekki myndina?

Hóras:
  • Fæðing hér: 14/6/04 17:22
  • Síðast á ferli: 7/11/09 16:03
  • Innlegg: 2025
Eðli:
Atvinnu vitorðsmaður með fingurna í ýmissi tilraunastarfssemi.