— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/06
Fyrirsögn

Ég verð að biðjast afsökunnar um leið þakka ykkur.
Málið er einfaldlega hálf neyðarlegt. Ég var að skrifa pistil um það mál sem vakið hefur hvað mesta athygli undanfarið. þ.e.a.s. Breiðuvíkur þrælkunnarbúðirnar. Ég var um það bil að klára pistilinn þegar allt heila draslið hvarf. Það var svo mörgum stundum síðar sem ég rekst á fyrirsögnina en engan pistil.
Þegar ég sá hve honum var vel tekið, tók ég enga áhættu á því að
eyðileggja það með pistils-langlokunni.
Að vísu er það rétt að í fyrirsögninni segi ég það sem langlokan fjallaði um. þ.e.a.s. hvernig sálarlíf drengjanna var brotið og tætt í milljón mola og framtíð þeirra var þurkuð út.
Ég og tvíburabróðir minn vorum á lista yfir þá stráka sem þurftu að fá smá lexiu í Breiðuvík. Það sem bjargaði okkur frá vítisdvölinni var að við vorum í besta bekknum í barnaskóla og það var engin óregla á heimilinu Við bræður breyttum því reyndar ungir að árum. Margir vina minna voru svo handteknir sem hættulegir glæpamenn og sendir þarna vestur í rassgat og pyndaðir í 2- 4 ár. Ef einhver efast um þessar sögur þá get ég sagt að þær hafa ekki breyst hið minnsta í næstum 50 ár sem liðin eru síðan þessir vinir mínir sögðu mér þær fyrst. Þið sem sáuð viðtalið við Lalla Johns á Hrauninu getið haft það á hreinu að Lalli getur sagt ykkur brosandi frá þeim 20 árum sem hann hefur eflaust setið samtals í fangelsi. Hann gat hins vegar ekki sagt frá Breiðuvíkurdvölinni án þess að brotna og þó hann reyndi að sýna harðjaxlinn Lalla, þá fossuðu tárin úr augum hans.
Nei þetta gengur ekki! Ég er byrjaður á sömu rullunni og eins og þið sjáið þá er hún algjörlega óþörf því það nægir að segja:

Barnssálin tætt í milljón mola.

   (13 af 38)  
2/12/06 11:00

Offari

Það efast enginn um sögurnar en það eru allir undrandi á 40 ára þögninni.

2/12/06 11:00

Carrie

Ég er ekki undrandi á 40 ára þögninni. Þannig að það eru allir nema Carrie undrandi á 40 ára þögninni.

2/12/06 11:00

Kondensatorinn

Laxness sagði um íslendinga að þeir körpuðu mest um tittlingaskít en þegar kæmi að kjarna málsins setti alla hljóða. Þeir sem hafa sætt þessum hörmungum hafa flestir átt erfitt uppdráttar og ekki er auðvelt fyrir þá að segja frá þessu.
Það sem hryggir mig mest er að ráðamenn setja allir upp sparisvipinn og nú á að rannsaka málið sem endar að sjálfsögðu með því að enginn ber ábyrgð á neinu. Í dag er verið að brjóta mannréttindi fjölda fólks á hinum ýmsu vistunarstofnunum landsins sem gerir ekkert til á meðan það kemst ekki upp. Verst er að þetta er fólk sem aldrei getur sagt frá neinu.
Til hvers að rannsaka svona mál ? Jú til að þvo hendur sínar. Hvernig fór með hlerunarmálið eða olíumálið og stúlkurnar í Hafnarfirði sem hálfur bærinn vissi um en ekkert var gert.
Skinhelgi er þegar við látum í það skína að við séum svo góð en erum það ekki endilega. Skinhelgin heldur áfram og öll dýrin í skóginum þykjast vera vinir.
Það lítur svo vel út.

2/12/06 11:00

krossgata

Mig undrar ekki þögnin og ég er ekki í nokkrum vafa um að hver einasti maður segir satt. Ég vona bara að þeir sem hafa vald til beri gæfu og visku til að rétta mönnunum strax þá aðstoð sem þeir þrufa til að takast á við þessar hörmungar, núna þegar rifin hafa verið upp öll sárin.

Mér finnst líka að ríkisstjórnin/alþingi eigi að biðja þá afsökunar í nafni samfélagsins og staðfesta að frásögnum þeirra sé trúað.

2/12/06 11:00

Jóakim Aðalönd

Heyr heyr!

2/12/06 11:00

Grágrímur

Sammála Krossgötu, en sáuði i Fréttablaðinu viðtalið um fólkið sem býr á Breiðuvík núna?
Fólk er að hringja í þau og hóta þeim lífláti og limlestingum... fólkið hefur búið þarna síðan 1999... hefur ekkert með málið að gera annað en að búa þarna.

2/12/06 11:00

Jóakim Aðalönd

Þetta er góður punktur Grágrímur. Fólk virðist vera svo blindað af reiði að það rýkur til og gerir allskyns óskunda án þess að gera sér grein fyrir því að aðgát skal höfð í nærveru sálar.

2/12/06 11:00

Vímus

Ég geri mér fyllilega grein fyrir hvað þekking manna var styttra á veg komin á þessum tíma. Aðal vandi strákanna var skólinn. Það var í þeirra augum kvöl og pína að mæta endu gerðu þeir það bara þegar þeim sýndist. Í dag hefðu þeir flestir verið ofvirkir, lesblindir eða með einhvers konar athyglisbrest. Það var bara kallað óþekkt, leti og ómennska. En aðferðin sem notuð var, er óskiljanleg og ófyrirgefanleg og afleiðingarnar skelfilegar.

2/12/06 11:01

Offari

Fyrirgefið mér fullyrðinguna um að allir væru undrandi á þessari þögn. Ég var undrandi á þvi hvað tókst að fela þennan ósóma lengi og taldi þar með að allir væru eins.
Ég sá myndina um Lalla Jhonson og veitti ég þessu ekki athygli þá en þegar þetta mál kom upp á yfirborðið mundi ég allt í einu eftir þessu. Það er bara ekki það sama að vera Jhonson og að vera Jhonsen.

2/12/06 11:01

Græneygðogmyndarleg

Já þetta er skelfilegt og miklu meira en það. Mér verður hugsað tl stúlkunnar Marion. Miskunnarleysið, grimmdin og kuldinn. Hún fær að taka barnið með sér að Bjargi og gefa því á brjóst í nokkra daga, barnið síðan tekið af henni til ættleiðingar! Líf hennar slokknaði og hún varð eins og skugginn af sjálfri sér. Það er margt sem þetta fólk þarf að hafa á samviskunni þ.a.s. ef þetta fólk hefur einhverja samvisku sem maður efast um þegar maður heyrir hversu mikil grimmd er til í sumu fólki.
Allavega hefur aðgátin ásamt fleiru horfið hjá sumu starfsfólki þessara vistheimila, svo mikið er víst. Það er aldrei of varlega farið. Manni ber ávallt að hafa í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Þögnin sem slík er skiljanleg. Svona skelfilegar martraðir er erfitt að ífa upp og það sem meira er að fá aðra til að trúa því að þetta hafi virkilega átt sér stað og viðgengist í þokkabót!

2/12/06 11:01

Nermal

Þetta Breiðuvíkur mál er allt hið viðurstyggilegasta. Svona á alls ekki að fara með nokkra mannveru.

2/12/06 11:01

Billi bilaði

Ég sá grein í Blaðinu (held ég) um að Jóhann Páll Valdimarsson hafi verið rakkaður niður fyrir að gefa út æfisögu Sævars Ciecelskies fyrir margt löngu síðan, en þar var kannski fyrst tæpt á Breiðavíkurmálum opinberlega. Þjóðfélagið var greinilega ekki tilbúið til þess að díla við það þá, og það virðist rétt svo vera tilbúið til þess núna.

Hvernig er staðan í dag með barnaverndarnefndir úti á landi þar sem allir þekkja alla? Er raunhæft að ætla að mál séu skoðuð ofan í kjölinn þegar það eru vinatengsl í umsýslu þessara mála?

2/12/06 12:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Það ætti varla að þurfa að vera flókið mál fyrir þá sem fara með ríkisvaldið núumstundir að lýsa yfir e.k. ábyrgð á starfsháttum fyrirrennara sinna & biðja fórnarlömb þessa máls (semog annarra) táknrænnar afsökunar.
Vitanlega leysir það ekki vandann sem slíkan, en væri þó í hið allraminnsta vottur um skilning á eðli málsins. Að því loknu væru yfirvöld jafnvel betur í stakk búin tilað inna af hendi þeim verkefnum sem aðstæðurnar krefjast.

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir