— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/06
Meira um fórnarlömb

Þessi mál eiga sér margar hliðar.
Ef ég tek sjálfan mig sem dæmi þá gæti ég legið alla daga í sjálfsvorkun yfir napurlegri ævi minni, kynþáttafordómum í æsku, sárri fátækt sem ég upplifði á heimili mínu sem barn. Svikulli föðurómynd sem stakk móður mína af til Ameríku þar sem þannig drullusokkar eru best geymdir, ólétta að mér og það í tvöfaldri útgáfu. Þ.e.a.s. Hún gekk með tvíbura.
Karlandskotin fór beint heim til ástkærrar eiginkonu sem hann taldi enga ástæðu til að segja móður minni að væri til .
Hann byrjaði á að barna hana og þessi ræfill afrekaði það að eignast þrjá syni á sama árinu. Hinn helmingurinn af mér gafst upp á þessu lífi og stimplaði sig út í kaðalspotta.
Það sama gerði barnsmóðir mín stuttu seinna.
Um fermingu hellti ég mér út í sukkið af ofurkrafti
sem hafði ekki jákvæð áhrif á mig.
Þið getið séð af framangreindri lýsingu hve mikið fórnarlamb ég var en í dag sé ég að allt þetta fólk gerði það sem því þótti eðlilegt.,
Að hreyta ónotum í hórusoninn.
Karlinn að stinga móður mína af til að redda eigin skinni.
Hún að geta ekki sagt mér hver faðir minn var.
Ég að flýja þetta helvíti í alla hugsanlega vímugjafa.
Lögreglan að fyrirlíta mig og ég þá.
Já í dag sé ég þetta einfaldlega þannig að svona var þetta og það finnast engir sökudólgar í málinu.
Ég hef náð því að sættast að mestu leiti við einu mannveruna sem skiptir máli. Sjálfan mig.
Takist manni að ná því sem ég kalla sjálfsætti, hvað er þá að?
En án gamans, Hefur enginn hér lesið bókina Bæjarins verstu?

   (15 af 38)  
1/12/06 19:01

Dula

Ég er alltaf á leiðinni Elsku kallinn minn [knús]

1/12/06 19:01

Vímus

Komdu þá!

1/12/06 19:01

Nermal

Virkilega athyglisvert félagsrit. En hér ert þú meðal vina.

1/12/06 19:01

dordingull

Farðu nú ekki að koma því inn í hausana á perragenginu hér, að þeir sem verði fyrir barðinu á skepnuskap þess hafi bara gott af því.

1/12/06 19:01

Vímus

Nei það geri ég ekki en það hefur enginn gott af því að velta sér upp úr því.
Það er í lagi að verða reiður en það er engum hollt að vera reiður.

1/12/06 19:01

Skabbi skrumari

Þetta lagast allt lambið mitt... Skál

1/12/06 19:01

Billi bilaði

[Skálar]

1/12/06 19:01

Offari

Ég hef fundið lyf við þessu öllu. Það heitir Ákavíti.

1/12/06 19:02

Regína

Við drögum með okkur fortíðina hvernig sem hún er, og alltaf bætist við. Stundum dregur hún okkur niður, en við þurfum ekkert að láta hana gera það alltaf.

1/12/06 19:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Kæri Vimus ég fékk þessa frábæru bók sem vinargjöf. Bókin er brosleg og sorgleg með rósaylm og hörmungardaun.Bókin setur höfundinn í sess meistarana
í safni mínu er hann sessunsutur Jd salingingers og jafningi Hugos. þið sem ekki hafið lesið bókina hipjið ykku að því. Að vorkenna sjálfum sér er stundum eini vegurinn úr hyldípi
sársaukans og plástur á blóðug fingraför barnaáranna

1/12/06 19:02

Vladimir Fuckov

Vjer þurfum að fara að drífa í að lesa ónefnda bók, vorum búnir að steingleyma henni. Skál !

1/12/06 19:02

Hakuchi

Þú færð ekkert nema R-e-s-p-e-c-t fyrir að vera enn meðal vor og nokkurn veginn í heilu lagi. Ég ætla sannarlega að lesa bókina við tækifæri.

Skál, kempa.

1/12/06 20:00

risi

ÆÆÆ Vímus, hvað er hægt að segja? Þú átt alla mína samúð.(eða þannig)

1/12/06 20:01

krossgata

Þetta verð ég að segja er yfirvegaðar stiklur og samantekt. Það hljómar einhver undirtónn sem ég kannast við. Ég verð að viðurkenna að ég minnist þess ekki að hafa heyrt þessa bók nefnda fyrr, en nú verð ég að skottast á bókasafnið og ná í hana.

1/12/06 21:01

Barbapabbi

Það er komið ofarlega á verkefnalistann að ná sér í bókina,- efast ekki um ágæti hennar enda heyrt brot úr gripnum.

1/12/06 22:00

Vímus

Ég vil benda risa á lesa pistilinn því ég er síst af öllu að biðja um samúð og ég mundi gefa þér eintak af bókinni ef einhverjar líkur væru á að þú mundir lesa það. Ykkur hinum vil ég þakka innleggin.

1/12/06 22:01

Tigra

Ef ég væri ekki svona skítblönk myndi ég fara beint út í búð að kaupa þessa bók.
Ég fæ hana kannski lánaða hjá Þarfa.

Annars er aðeins eitt sem svokölluð fórnarlömb geta gert. Það er að vinna sig út úr sínum málum og halda áfram.
Ég þekki alltof marga sem ekki hefur tekist þetta og bugast... en sorgin sem það hefur í för með sér hjálpar mér á vissan hátt að halda áfram.... svo að ég sé ekki sú sem að veldur öðrum þessari sorg.

1/12/06 23:01

Jóakim Aðalönd

Skál fyrir þér Vímus!

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir