— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/11/05
Hvað heldur og hvað veldur?

Hver andskotinn er það sem gerir þetta fyrirbæri Baggalút svona ómissandi í minni daglegu tilveru. Ég rakst á það sem ég hafði skrifað sem smá æviágrip við innskráningu fyrir tveimur og hálfu ári.
Skýringuna virðist vera að finna í síðustu tveimur línunum, eða hvað haldið þið?

Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.

   (18 af 38)  
2/11/05 17:01

Húmbaba

Ég get ekki leynt því lengur. Það er enginn annar en ég sem geri þennan vef svona frábæran.

2/11/05 17:01

albin

Ég finn þig gjarnan vel á þessum vef. Og líklega átt þú, Vímus bísna drjúgan þátt í að gera gestapó eins ómissandi og það er.

2/11/05 17:02

Rattati

Sammála.

2/11/05 17:02

Upprifinn

held að Albin hitti naglann á höfuðið.

2/11/05 17:02

Hakuchi

Lífið er litlausara án þín.

2/11/05 17:02

Billi bilaði

Já, Vímus, það er satt. Við drögumst svona að Húmbaba.
[Skálar]

2/11/05 18:00

Jóakim Aðalönd

Skál Vímus!

2/11/05 18:00

hvurslags

[Horfir í eldinn og hræðist ei.]

2/11/05 18:00

Golíat

Vertu nú ekki að velta þér upp úr þessu Vímus minn, taktu bara töflurnar þínar.
En, skál!!

2/11/05 18:01

Vímus

Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.

Þið haldið sem sagt að sé ekkert samband þarna á milli. Það er andskoti fínt, því ég á svolítið erfitt með að flokka ykkur með fyrr nefndum hóp. Ég segi þá abar: Skál kæru vinir!

2/11/05 18:01

Vímus

Þetta átti að sjálfsögðu að vera bara en ekki abar.

2/11/05 18:01

Vladimir Fuckov

Vjer skildum þetta sem apar á sunnlensku.

En þjer eruð einn af þeim er gera Gestapóið ómissandi. Skál ! [Sýpur á fagurbláum laumupúkadrykk].

2/11/05 18:01

Lopi

Apar, það er málið. Zzkál

2/11/05 18:01

Limbri

Skál kæri vin!

-

2/11/05 18:01

Húmbaba

Já þú ert ein skærasta stjarnan í störnukefinu okkar. Skál fyrir þér Vímus.

2/11/05 18:02

Vímus

Viljið þið gjöra svo vel að hætta að hæla mér svona. Ég bjóst við einhverju allt öðru þegar ég gaf í skin að þið toppuðuð allan mesta sora mannlífsins. Ef þið haldið þessu áfram þá get ég ekki einu sinn ort níðvísur um nokkra hræðu. Annars þekki ég mitt heimafólk. Þið meinið ekki orð af þessu og eruð sama helvítis hyskið í dag sem í gær.

2/11/05 18:02

Billi bilaði

Amen.

2/11/05 18:02

Vladimir Fuckov

Ekki vildi andskotinn
hið allra versta þekkja.
Villimaður, Vímus rotinn
vjelabrögðin svekkja.

Nú hljótum vjer fyrr eða síðar að fá á oss níð [Ljómar upp].

2/11/05 20:01

B. Ewing

Mannlegur sori er ekki sama og mannlegur sori. Hér er sorinn af blómi skáldajöfra og menningarvita og eins og allir vita þrífast vitar og blóm best sé nægur sori í kring. [Sorast út af sviðinu og vitkast á eftir sér]

2/11/05 20:02

Vestfirðingur

Jæja Vímus, jól í Byrginu eins og venjulega? Sérðu ekki enn um bókhaldið þar?

2/11/05 20:02

Vímus

Andskoti var ég farinn að sakna þín.
Jújú! ´Þú færð þín jól ,
Bókhaldið já. Það er jú meiningin að ég taki við því eftir áramót. Asskoti hlakka ég til og þá get ég reddað þessu smotteríi sem þig vantar.

2/11/05 22:01

feministi

Ágæti Vímus þú bregst ekki frekar en fyrri daginn. Alltaf jafn fullur og leiðinlegur. Sori landsins, hass og víma.

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir