— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Pistlingur - 4/12/04
Ósvífni.

Furðulostinn sá ég í ótal sjónvarpsstöðvum, þann fáheyrða atburð að háaldrað og fárveikt gamalmenni tók upp á þeim óvænta ósið að yfirgefa Vatikanið með þeim hætti að geyspa golunni beint framan í smettin á grátandi og niðurbrotnum mannfjölda sem var þó í beinu sambandi við almættið. Ég fylgdist með tárvotum vælandi fjöldanum haldast í hendur og biðja guð almáttugan að hjálpa gamalmenninu til að hverfa frá þessari vitleysu og mæta frekar til starfa, hress og kátur. Hann mætti ekki yfirgefa hið ofurverðmæta þjófagóss sem kaþólska kirkjan hefur stolið og svikið út úr sauðsvörtum almúganum í gegnum aldirnar. Ég sé núna að það er algjörlega út í hött af mér að vera með svona fullyrðingar. Ég hef enga hugmynd um hvers fólkið var að biðja. Er nokkur hér sem veit það? Var fólkið að biðja guð um að lækna karlinn? Varla var það vilji guðs að manngreyið dæi. Er það þá eintóm þvæla , þetta með almætti hans og góðmennsku? Getur verið að fólk um allan heim, hafi safnast saman í örvæntingu og ótta við hvað yrði um páfann eftir dauðann og beðið guð að taka við gamla hróinu svo andskotinn hirti hann ekki? Sá spyr sem ekki veit.

   (24 af 38)  
4/12/04 03:01

Hakuchi

Vegir pápískunnar eru órannsakanlegir.

4/12/04 03:01

Nafni

Fínt PR hjá Kaþólikkunum.

4/12/04 03:01

Ívar Sívertsen

Menn verða nú að minna á sig reglulega til að tekið sé eitthvað mark á þeim.

4/12/04 03:01

Vestfirðingur

"In Nomine Patris Et Filii Et Spiritus Sancti", eins og gimlé segir alltaf. Hann er annars með bílskúrinn fullan af gúmídúkkumörgæsum sem hann selur sem dvergnunnur gegnum netverslun Tino Martini. "Dvergarnir eru alveg vitlausir í þetta", sagði hann mér um leið og hann bauð mér hlutabréf í einhverju Vatican.com dæmi sem hann er með. "Stígur til himins þessa dagana, 2000 ára gamalt fyrirtæki með útibú í öllum heimsálfum. Bill Gates er peð í samanburði við þessa gæja. Fasteignir út um allt, stórlega vanmetið..."

4/12/04 03:02

Haraldur Austmann

Svo bara dó hann!

4/12/04 04:00

Vímus

Já furðuleg ósvífni. Hann bara dó.

4/12/04 04:02

Skabbi skrumari

Ófyrirgefanlegt... salútíó...

4/12/04 05:01

hundinginn

Erfi skál! Grípum tækifærið og leggjum fökking Vatikanið niður. Notum peningana til höfuðs fátækt og hungri. Fjandand vanity er þetta!

4/12/04 10:00

Hildisþorsti

Fílahirðinn frá Sarín

5/12/04 13:00

grýti

ja hérna, stórt er spurt..

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir