— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/03
Verkföll

Hver skyldi nú ávinningurinn verða þegar þessu ómannúðlega kennaraverkfalli líkur? Með því að kalla það ómannúðlegt er ég ekki að saka neinn um slíkt athæfi.
Ég vil hreinlega ekki velta fyrir mér útkomunni. Skaðinn verður í mínum huga meiri en ávinningurinn.
Þessi hugsun mín gildir reyndar um öll verkföll nú til dags.
Þeim líkur eftir mislangt þras og deilur, vinnutap og tekjumissi, með einhverju samkomulagi um nokkrar krónur í vasa þeirra sem verkfallið hófu.
Loks er skrifað undir samninga þegar sá er neyðist til að færa krónurnar úr sínum vasa, yfir í hinn vasann, er búinn að reikna kyrfilega út, hvernig og hve fljótt krónurnar komist aftur í upphaflegan og réttmætan vasa.
Ein er sú stétt manna sem aldrei hefur boðað til verkfalls og að sjálfsögðu aldrei farið í verkfall.
Þessir menn láta sig aldrei vanta á nákvæmlega réttum tíma og vinna verk sitt af slíkri samviskusemi að með ólíkindum þykir.
Þeir fara aldrei fram á bætt kjör.
Þeir taka einfaldlega það sem boðið er upp á.
Ég lofa því að ég skal fara á ærlegt fyllerí þegar ég heyri þessa frétt lesna:

Verkfall timburmanna hefst á morgun!

   (30 af 38)  
31/10/03 23:01

Hildisþorsti

Semjum ekki við timburmenn

31/10/03 23:01

Finngálkn

Gott he Vímus, skál!

1/11/03 01:00

B. Ewing

Ef ASÍ væri ekki svona mikill plebbaklúbbur þá væri hér allt logandi í vinnudeilum allan ársins hring.

Niður með timburmenn!! Skál í boðinu.

1/11/03 06:01

Tigra

Æj þess væri óskandi að timburmenn færu í verkfall.

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir