— GESTAPÓ —
Anna Panna
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/06
Árshátíðarmál - áríðandi!!!

Það er alltaf hætta á því að umræða á þráðum fari framhjá einhverjum, þess vegna ætla ég að skrifa lítið en mikilvægt félagsrit um málefni sem er rætt á merkilegum þræði um þessar mundir...

Ég minni á könnun um heppilega dagsetningu árshátíðar Gestapó og hvet alla til að taka þátt sem fyrst.

Annars er árshátíðarnefnd tekin til starfa en auglýsir hér með formlega eftir hugmyndum að leikjum, skemmtiatriðum eða einhverju öðru skemmtilegu sem hægt er að taka sér fyrir hendur í góðra vina hópi og gjarnan má láta vita ef ykkur fannst eitthvað sérlega vel heppnað á fyrri árshátíðum og óskið eftir endurtekningu...

Ég minni einnig á að nýliðar þurfa ekkert að vera feimnir við að tjá sig um málið og eru hvattir til að skrá sig til þátttöku í þessari árvissu gleði.

   (9 af 21)  
31/10/06 09:01

Offari

Verður hoppukastali?

31/10/06 09:01

Anna Panna

Ef þú nennir að blása hann upp...

31/10/06 09:01

Tina St.Sebastian

Hefurðu séð Offara? Hann ER hoppukastali!

31/10/06 09:01

Hvæsi

Ég vill fá trúð með blöðrudýr.

31/10/06 09:01

Tina St.Sebastian

Ég vil fá morðóðan trúð. Með blöðrudýr.

31/10/06 09:01

Offari

Það lítur út fyrir að ég þurfi að þjálfa magavöðvana fyrir árshátíðina.

31/10/06 09:01

Anna Panna

Hvæsi; ef þú vilt fá trúð með blöðrudýr þá verður þú eiginlega að vera hann sjálfur, nefndin hefur mjööööög takmörkuð fjárráð.
Tina; ég endurtek það sem ég sagði við Hvæsa...

31/10/06 09:01

Tina St.Sebastian

Æ. Má ég þá fá Auði Haralds í staðinn?

31/10/06 09:01

Offari

Á ég að semja ræðu til að lesa þegar ég tek á móti titlinum kynþokkafullasti gestapóinn?

31/10/06 09:01

Dula

Þakkaðu bara pent fyrir Offari minn, það nægir alveg.

31/10/06 09:01

Huxi

Offari, af hverju settirðu orðið kynnþokka fyrir framan fullasti?

31/10/06 09:01

Offari

Ég hélt reyndar að enginn tæki eftir því.

31/10/06 09:01

B. Ewing

Ég legg til að miðaleikurinn minn verði endurtrkinn. Síðast voru allir orðinir svo fullir þegar leikar hófust að fæstir áttuðu sig á hvað ætti að gera. [Starir þegjandi út í bláinn]

31/10/06 09:01

Dula

Hvað eru margir búnir að kjósa.

31/10/06 09:01

Galdrameistarinn

Ég krefst þess að árshátíðin verði haldin 30. des.

31/10/06 09:01

Þarfagreinir

Eins og er hafa 15 kosið.

17. nóvember er með vinninginn með 11 atkvæði. 10. nóvember kemur næstur með 9 atkvæði, og svo 3. nóvember með 7 atkvæði. Tveir þátttakendur komast enga þessa daga.

31/10/06 09:01

Anna Panna

Ewing; ég er sammála því, þetta er fínn leikur þegar fólk er með góða meðvitund!
Galdri; það verður bara Galdraþing um páskana, er það ekki?! [Ljómar upp]

31/10/06 09:01

Næturdrottningin

Já, þetta verður rosalega gaman. Nú verð ég forvitinn, Hvernig virkaði þessi leikur búbbans?

31/10/06 09:01

Dula

Eigum við að krefjast Galaklæðnaðar

31/10/06 09:01

Nermal

Er Singstar ekki málið?

31/10/06 09:01

Dula

Singstar er mjög sniðugt mál

31/10/06 09:01

Næturdrottningin

Ég styð Singstar heilshugar..

31/10/06 09:01

Vladimir Fuckov

Vjer teljum einhverja baggalútíska leiki mun heppilegri. Verður t.d. ekki örugglega skúmaskot fyrir laumupúkana hjer ?

31/10/06 09:01

Offari

Ha já Tildæmis Mafíuleik með alvöru silfurkúlum. Góð hugmynd hjá þér.

31/10/06 09:01

Vladimir Fuckov

Þá fáið þjer ekki að vera refsivöndur.

31/10/06 09:01

Offari

Mér einhvernvegin datt það í hug að þú værir því mótfallinn en reglurnar eru bara þannig að það er bara einfaldleg dregið um þetta þannig að þetta verður einskonar Rúsnesk rúlletta.

31/10/06 09:01

Tina St.Sebastian

Hvað með keðjureykingaleikinn? Ég stend úti í horni og keðjureyki og sá fyrsti sem kvartar, hnussar eða hóstar "kurteisislega" verður hamflettur á staðnum!

31/10/06 09:01

Billi bilaði

<Kvartar, hnussar OG hóstar>

31/10/06 09:02

Jarmi

Ég skal mæta ef þetta verður 30. des. Nenni ekki að mæta nema Galdri sé þarna.

31/10/06 09:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

[ Skálar við árshátíðargesti nær & fjær. ]

31/10/06 09:02

Regína

Þetta síðasta hljómaði nú eins og Z. Natan Ó. ætli ekki að koma á árshátíðina. [ Dæsir mæðulega. ]

31/10/06 09:02

Dula

Tina St.Sebastian

Hvað með keðjureykingaleikinn? Ég stend úti í horni og keðjureyki og sá fyrsti sem kvartar, hnussar eða hóstar "kurteisislega" verður hamflettur á staðnum!

Það er auðsótt mál ef þú kemur sjálf með sígaretturnar

31/10/06 09:02

albin

Result_id: 22
Merkir það að ég hafi valið 22. einhvers mánaðar?

31/10/06 10:01

Sundlaugur Vatne

Árshátíð.
Það lízt mér vel á.
Ég legg til að förum þá öll í sund [ljómar upp].

31/10/06 10:01

Dula

Hvernig er það, hvaða dagsetnigng hefur vinnindinn og hve margir hafa kosið.

31/10/06 10:01

feministi

Ég kem ef það verður ákavíti og kjötsúpa, ef ég hef tíma.......

31/10/06 10:01

Anna Panna

Það verður alla vega hægt að fá ákavíti, það er nokkuð öruggt. Það er svosem líka hægt að hella ákavíti í pott og henda nokkrum kjötbitum útí, er það ekki bara í lagi?!

31/10/06 10:01

Dula

Málið leyst, kjötsúpa , ódýrt og gott.

Anna Panna:
  • Fæðing hér: 5/5/04 12:08
  • Síðast á ferli: 16/12/23 11:57
  • Innlegg: 4727
Eðli:
Óeðlileg í flesta staði.
Fræðasvið:
Nýliðun í sögu Bagglýska heimsveldisins og innflytjendafræði.
Æviágrip:
Anna Panna Pottfjörð endurfæddist á dimmu haustkvöldi í rigningu og roki og verður ævin ágripuð eftir þörfum.
1. ágrip: Eftir þokukennd ár í landi Ísa gerðist fröken Panna hluti af útrásarher bagglýska heimsveldisins í Danmörku.
2. ágrip: Fæst nú einnig með háskólagráðu