— GESTAPÓ —
Muss S. Sein
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/11/03
Fyrripartur

Tilraun til íslenskunar á poppsorpi

Já, það er fátt verra en að þurfa að sitja undir færibandapoppsorpi sem er hannað til þess að setjast í meðvitund manns eins og tölvuveira. Í tilraun til að sýna hve hjákátleg svona tónlist getur verið tók ég fyrir slæmt dæmi og ákvað að íslenska textann. Lag það er með ungri snót að nafni Christina Milian og einhver annar nefnir það líklega AM to PM.

Hér kemur tilraun mín til að íslenska leirburðinn:

Vill einhver slökkva ljós
svo við getum velst til lands og sjós.
Liðið skellir sér í Kjós
frá morgni til síðkvölds.

Allir er'í Séð og Heyrt
gellur og gaurar hafa keyrt
á öldurhús og sönginn heyrt
frá morgni til síðkvölds.

Þegar hingað var komið gat ég ekki lengur séð neitt rím og þaðan af síður gat ég séð að einhvern skilning væri hægt að leggja í textann. Þrátt fyrir eðlislæga auðmýkt mína vil ég meina að þýðingin sé betri en frumgerðin, enda hef ég í von um mikinn gróða hef ég drýgt hræðilega synd: sent Einari nokkrum Bárðarsyni þennan texta.

Bíðið hrædd eftir næstu plötu Nælon.

   (1 af 8)  
2/11/03 07:00

Þarfagreinir

Þá er bara vonandi að pabbinn skikki stelpurnar sínar til að taka þetta snilldarlag.

2/11/03 07:01

Finngálkn

Já þessi heilhveitis RmB ófögnuður! - Menn eru sífellt að hnýta í meiginflæðis tónlist 8. áratugarins (sem ég hef reyndar aldrei skilið) en eins og einn meðlimur Yardbirds sagði: When I turn on MTV - all I see is some candy for kids, nothing else.

Muss S. Sein:
  • Fæðing hér: 3/5/04 20:17
  • Síðast á ferli: 18/10/09 19:28
  • Innlegg: 0
Eðli:
Skuggalegur lífskúnstner, sem hefur gruflað í forboðinni og lítt þekktri dulspeki, ættaðri frá myrkustu Kaliforníu. Er ofurseldur þeirri hugmynd að búa til dvergvaxin svín. Vísindaráðherra og sjálfskipaður æðstiprestur Gyðjunnar Eris í Baggalútíu.
Fræðasvið:
Sögufals, erfðabreytingar svína og dularfull trúarbrögð.
Æviágrip:
Þrátt fyrir farsælt uppeldi á lítilli eyri við Eyjafjörð, heillaði hinn stóri heimur. Snemma á unglingsárunum fluttist Sein með foreldrum mínum til Reykjavíkur og reyndi að komast til mennta. Árangur var eftir erfiði, eða lítill og leiddist hann því til ýmissa viðvika fyrir misvirðulega vinnuveitendur og herra.Um það skeið kynntist Sein boðskap Gyðjunnar og spámanna hennar. Kvatti það hann til að reyna aftur að troðast til mennta, enda meðvitaðri um stöðu sína í alheiminum.Um þetta leyti tók Sein upp það nafn sem hann er þekktur undir núna, enda hefð meðal safnaðar Gyðjunnar að taka sér heilagt nafn. Hefur Sein reynt umvörpum að fela fortíð sína og til þess tileinkað sér vísindi sögufölsunar.