— GESTAPÓ —
Muss S. Sein
Nýgræðingur.
Pistlingur - 1/11/03
Ruby

Þjóðfélagslegar tilvísanir í tónlist Kenny Rogers

Fæstir tengja Kenny Rogers við ádeilu, en þegar hann söng Mel Tillis lagið Ruby, don't take your love to town með hljómsveitinni The First Editions árið 1969 snerist textinn um umdeild og óvinsæl mál sem voru í brennidepli.

Textinn flytur sögu sungna frá sjónarhorni fatlaðs uppgjafarhermanns úr Víetnamstríðinu og er á þessa leið:

You`ve painted up your lips
And rolled and curled your tinted hair
Ruby are you contemplating
Going out somewhere
The shadow on the wall
Tells me the sun is going down
Oh Ruby
Don`t take your love to town

It wasn`t me
That started that old crazy Asian war
But I was proud to go
And do my patriotic chore
And yes, it`s true that
I`m not the man I used to be
Oh, Ruby I still need some company

Its hard to love a man
Whose legs are bent and paralysed
And the wants and the needs of a woman your age
Ruby I realize,
But it won`t be long i`ve heard them say until I'm not around
Oh Ruby
Don`t take your love to town

She`s leaving now cause
I just heard the slamming of the door
The way I know I`ve heard it
Some 100 times before
And if I could move I`d get my gun
And put her in the ground
Oh Ruby
Don`t take your love to town

Oh Ruby for God`s sake turn around

Þarna er hægt að skynja vonbrigði manns sem telur sig hafa unnið skyldu föðurlandsvinar, þegar ekkert mætir honum nema ótrú eiginkona, sem líklega er myndlíking fyrir þjóðfélagið sem snýr baki við hermanninum.

Fatlaður og ósjálfbjarga er hann gagnslaus konunni til sængur, svo hún leitar annað. Reiði hans yfir tryggðarsvikunum er slík að hann vildi helst bana spúsu sinni. Núna er nóg komið, en máttvana hermaðurinn hefur engin tök á að svara fyrir sig; hann er umkomulaus og yfirgefinn.

Þetta hjartnæma lag er vissulega eitt það besta sem silfurrefurinn Kenny Rogers hefur listilega raulað og kemur ókunnum að óvörum, ef þeir héldu að hér færi bara froðusnakkur. Það er löngu kominn tími á það að Kenny Rogers sé hafin til vegs og virðingar víðsvegar um veröld!

   (5 af 8)  
1/11/03 19:02

Skabbi skrumari

Ég held ég hafi erft eina plötu frá ömmu gömlu, kannske maður kíki á gripinn... hvar er aftur grammófónninn...

1/11/03 19:02

Rasspabbi

Fínasti texti... nú er bara að kynna sér lagið.

1/11/03 20:00

hlewagastiR

Ekki var nú síðri ballaðan: You picked a fine time to leave me Lucy...
man ekki ekki framhaldið en á færeysku var þetta einhvernveginn svona:
tú mást ikki rýma, Súsann
tú veist at eg elski teg alt hvat eg kann
full hús af börnum
eg royni við görnum
tú fært ikki frægari mann.
- Tú mást ikki rýma Súsann.

1/11/03 20:01

Júlía

Vandaður pistill, kæri Muss. Kenny er sannarlega vanmetinn listamaður.

1/11/03 20:01

Muss S. Sein

Takk, kæra Júlía. hlewagastiR, þrátt fyrir að færeyska sé auðvitað hrognamál hið versta skemmti innlegg þitt mér mikið.

Muss S. Sein:
  • Fæðing hér: 3/5/04 20:17
  • Síðast á ferli: 18/10/09 19:28
  • Innlegg: 0
Eðli:
Skuggalegur lífskúnstner, sem hefur gruflað í forboðinni og lítt þekktri dulspeki, ættaðri frá myrkustu Kaliforníu. Er ofurseldur þeirri hugmynd að búa til dvergvaxin svín. Vísindaráðherra og sjálfskipaður æðstiprestur Gyðjunnar Eris í Baggalútíu.
Fræðasvið:
Sögufals, erfðabreytingar svína og dularfull trúarbrögð.
Æviágrip:
Þrátt fyrir farsælt uppeldi á lítilli eyri við Eyjafjörð, heillaði hinn stóri heimur. Snemma á unglingsárunum fluttist Sein með foreldrum mínum til Reykjavíkur og reyndi að komast til mennta. Árangur var eftir erfiði, eða lítill og leiddist hann því til ýmissa viðvika fyrir misvirðulega vinnuveitendur og herra.Um það skeið kynntist Sein boðskap Gyðjunnar og spámanna hennar. Kvatti það hann til að reyna aftur að troðast til mennta, enda meðvitaðri um stöðu sína í alheiminum.Um þetta leyti tók Sein upp það nafn sem hann er þekktur undir núna, enda hefð meðal safnaðar Gyðjunnar að taka sér heilagt nafn. Hefur Sein reynt umvörpum að fela fortíð sína og til þess tileinkað sér vísindi sögufölsunar.