— GESTAPÓ —
Hildisþorsti
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/11/04
Fyrir 30 árum

Á kvennafrídaginn

Mamma og systir mín voru niðri í bæ á samkomunni. Á meðan fóru bræður mínir með mig að (eld-)Hnúkum á Selvogsheiði. Þar brutum við smá hraunmola úr örmjórri gasrás og smeygðum túkalli niður og lokuðum aftur.

Skrítið hvað maður man.
Held reyndar að ég hafi séð soldið eftir peningnum.
Þar hefur það byrjað.

Maður ætti kanski að fara og gá að peningnum ...

Til hamingju með daginn!

   (10 af 21)  
1/11/04 00:00

blóðugt

Voru um það bil 4 ár, 5 mánuðir og 24 dagar þar til ég kom undir.

1/11/04 00:00

feministi

Ég sat heima hjá gamalli frænku sem ekki treysti sér á fund. Við fengum okkur sultubrauð og kókómalt meðan tíminn silaðis áfram.

1/11/04 00:00

Leir Hnoðdal

Þá var ég unglingur. Staddur í litlum bæ í Svíþjóð háseti á skipi að losa vörur frá Þýskalandi. Man alltaf eftir hvað við urðum hissa þegar þessi frétt kom ,, i nyheterna pa ettan om kvallet " Til lykke kvinnor med dagen.

1/11/04 00:01

Furðuvera

Þá var ég ekki til! [Skoppar]

1/11/04 00:01

Grýta

Þá var ég niðrí bæ á hinum fjölmennasta fundi sem sögur fara af.
24. okt 1975 er einn af sterkustu æskuminningum mínum.

1/11/04 00:01

Litla Laufblaðið

Það voru allveg 10 ár í mig þá.

1/11/04 00:01

Sæmi Fróði

Ég var nú bara heimavið og bakaði pönnukökur fyrir frúnna og hennar vinkonur.

1/11/04 00:01

Nornin

Ég var ekki fædd, en mikið held ég að það hefði verið gaman að taka þátt í þessum atburði. Dagurinn í dag verður ekki sambærilegur tel ég. Það vantar eldmóðinn í íslenskar konur í dag.

1/11/04 00:01

Tigra

Já.. sammála Laufblaðinu. Tíu ár í mig enn.

Hildisþorsti:
  • Fæðing hér: 29/4/04 07:41
  • Síðast á ferli: 25/5/19 03:06
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ljúfmenni á öllum stöðum.
Fræðasvið:
Tækifærissinni með föst viðmið.
Æviágrip:
Ólst upp þar sem öll fjöll eru há.