— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Dagbók - 8/12/04
Friðurinn á enda

Þá líður að lokum sumarfrísins og hversdagurinn gengir í bæinn.

Þá er þetta sumarfrí að enda. Skólinn og æfingarnar byrja fljótlega með öllu tilheyrandi.
Sumarfríið var bara gott í heildina séð. Ég varð mér út um fína sumarvinnu og skrapp svo erlendis rétt fyrir opnun Gestapósins. Eftir það ákvað ég að nóg væri komið af vinnu og ég fór að njóta lífsins. Langþráð hvíld. Mikið er yndislegt að geta sofið út án þess að allt verði vitlaust.
Veðrið í sumar er búið að vera frekar fínt eða að minnsta kosti ekki til að kvarta yfir. Tiltölulega fáir rigningardagar og bara heldur milt veður.
Ég vona að sumarið ykkar hafi verið jafn gott og mitt, ef ekki betra. Jafnframt óska ég öllum sem setjast á skólabekk góðs gengis þar og hinum góðs gengis í hverju sem þeir taka sér fyrir hendur.

   (3 af 33)  
8/12/04 17:02

Furðuvera

Mitt var bara frábært, ekki frá því að það hafi verið besta sumar sem ég hef upplifað, og nú er það að enda. Þennan vetur mun ég taka skólann með trukki og komast með afbragðs einkunnir inn í hvaða menntaskóla sem ég vil eftir það!

8/12/04 18:01

krumpa

Já, sumarið mitt var með magnaðra móti! Fékk bæði að skrifa ritgerð og taka próf. Þegar ekki var rigning þá var rok. Og á engna pening. Alveg magnað hreint. Gerði nákvæmlega ekki neitt nema vinna og læra. Hvað hefur lífið upp á að bjóða umfram það?

Þakka annars góðar óskir og svo er sumarið nú kannski ekki alveg búið (man að það var gott alveg út ágúst í fyrra og ég lifi í voninni), er líka að fara í ferðalag á morgun. Liggaliggalá.

Og svo byrja leiðindin bara aftur...

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.