— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Dagbók - 3/12/04
Smá hugleiðingar

Var að lesa fyrirspurnir Ísdrottningarinnar

Var svona að spegúlegra, ef andefni er andstæðan við efni, er óefni og andefni þá ekki líka það sama? Og er þá kannski líka til óóefni, og jafnvel óóóefni? Og er andefni nokkuð nefnt eftir öndum eða öfugt? Ef já, eru endur þá til? Eru endur ekki þá bara andefni. Og svo eru endur og andar óneitanlega lík orð. Eru endur, andar og andefni einn og sami hluturinn? Eru endur þá hinn fullkomni stofn sem hefur verið til síðan í upphafi alheims? Hvað verður svo um allt brauðið sem maður gefur öndunum? Breytist það í andbrauð? Og svo þegar við deyjum og einungis sálirnar okkar eru eftir, breytums við þá í endur? Þar sem sálir og andar eru að margra mati sami hluturinn og endur og andar líka. Og eru endur þá líka jörð? Af því að í jarðarförum segja prestar: „Af jörðu ertu kominn og að jörðu sklatu aftur verða“, en þar sem við verðum að öndum en ekki jörð hljótum við líka að koma af öndum. Og ef endur og jörð eru sami hluturinn, lifum við þá á öndinni, en ekki jörðinni?
Tja, ég spyr.

   (13 af 33)  
3/12/04 17:01

Nafni

Gæturðu ekki verið aðeins nákvæmari?

3/12/04 17:02

Lómagnúpur

Æ, hvar er nú skrambans pípan mín?

3/12/04 18:00

Jóakim Aðalönd

En... að hverju verða svo endur þegar þær deyja? Andöndum? [Klórar sér í andhausnum]

3/12/04 18:00

Hermir

Andaðu nú rólega og komdu þessu frá þér skipulega.

3/12/04 18:02

Ég sjálfur

Góður punktur Jói. Þetta er meiriháttar vandi.

3/12/04 19:01

Heiðglyrnir

Er það nema von að þú spyrjir, Nei nei! ætlaði að segja. Er ekki von, á meðan einhver spyr. Spyrj-andi er oftar en ekki leit-andi og hugs-andi og umfram allt lif-andi í viðleitni sinni til þess að geta einn góðviðrisdag orðið góður svar-andi.
Tala-andi um endur hvað með ENDURskoðENDUR, já maður getur ekki annað en velt vöngum yfir því!.

3/12/04 19:02

Ég sjálfur

Eru endurskoðendur þá heilagir?

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.