— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Pistlingur - 3/12/04
Bobby Fischer

Er hann virkilega svona mikilvægur?

Tja ég spyr. Af hverju er hann svona mikilvægur? Af því að hann kann mannganginn?
Mér þykir þetta eintóm klíkustarfsemi. Að hann skuli fá vegabréf og hvað eina, einungis vegna þess að hann kom og tefldi eina skák fyrir nokkrum árum. Á meðan er svo flóttamönnum sem eru jafnvel búnir að vera hér á Fróni í nokkurn tíma hreinlega vísað úr landi. Væri ekki miklu nær að leyfa þeim að fá landvistarleyfi? Þeir sem hafa í engin hús að leita. Á hann ekki nóg af peningum? Af hverju þurfum við að vernda hann eftir að hann kemur sér í klandur.
Mér líst ekkert á þetta.

   (15 af 33)  
3/12/04 12:01

Smábaggi

Þessi pistill ber vott um mikla fáfræði.

3/12/04 12:01

Ég sjálfur

Ég er bara fúll.

3/12/04 12:01

Kuggz

Er ævintýri B. Fisher's ekki fjármagnað að mestu leyti af einkaaðilum? Ef svo er, þykir mér fjaðrafokið vera afskaplega tilgangslaust.

3/12/04 12:01

Haraldur Austmann

Ég sjálfur hefur alveg rétt fyrir sér og hann er ekki fáfróður. Davíð Oddson ákvað í fylleríi að lofa þessu manngerpi að koma hingað, þessu peði. Hræsnin er takmarkalaus og viðbjóðsleg, nema náttlega við opnum landið fyrir öllum sem hingað vilja koma og látum af okkar þjóðernisfasisma.

3/12/04 12:01

Kuggz

Hvaða hræsni nákvæmlega?

3/12/04 12:01

Smábaggi

,,[...] tefldi eina skák fyrir nokkrum árum. [...]"

Þær voru mun fleiri.

,,[...] Á hann ekki nóg af peningum? [...]"

Hann gaf þá flesta í sértrúarsöfnuð sem hann skráði sig í á tímabili.

Þetta er það sem ég á við með fáfræði. Mér er sama um persónulegar skoðanir Ég Sjálfs.

3/12/04 12:01

Ég sjálfur

Bölvuð klíkustarfsemi. Boðskapurinn er að mér er illa við þetta.

3/12/04 12:02

Haraldur Austmann

Kuggz; Ég sjálfur bendir á þessa hræsni. Ríkisstjórnin ætlar að taka Bobby Fischer um leið og hún er að sparka úr landi fólki sem hér vill búa og hefur jafnvel stofnað fjölskyldu.

Smábaggi; þetta snýst ekki um fjármál Fischers. Hann má skeina sig á sínum peningum en bara það að hann hafi teflt hérna í fyrndinni, gefur honum ekki meiri rétt en örðum til að koma hingað.

3/12/04 12:02

Ég sjálfur

Nákvæmlega. Til eru dæmi þess að fólk sem hafi gifst íslendingi og flutt svo hingað´, komið upp fjölskyldu og fengið star, en er svo rekið af landi brott. Það á mikið frekar rétt á því að fá landvistarleyfi en einhver „teflari“.

3/12/04 13:00

Kuggz

Það að bera saman fyrrum heimsmeistara í skák við ræstitækna að vestan er ekki líklegt til árangurs, nema þið getið bent mér mér á kjarneðlisfræðing sem meinað var um dvalarleyfi.

3/12/04 13:01

Hakuchi

Fátækur ræstitæknir er margfalt gagnlegri íslenskri þjóð en snarbilaður fyrrum heimsmeistari í skák sem er þar að auki hættur að tefla skák.

4/12/04 16:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Að hann er rasisti er einn hlutur. Einhverstaðar verða vondir að vera en allir hinir sem þurva á samastað a´halda og ekki fá þingheim að gefa þeim skjólsað ?

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.