— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Dagbók - 2/12/04
Skítugt

Sama sagan ár eftir ár, þegar snjórinn er farinn.

Ef það er eitthvað sem maður getur gengið að sem vísum hlut þegar snjórinn fer er hvað götur borgarinnar eru skítugar. Á gangstéttum, í einkagörðum og á götum má alls staðar sjá rusl. Skottertur og flugeldarusl sem fólk hefur ekki hirt um að þrífa úr görðum og nánastu umhverfi sínu, sígarettustubbar og matarumbúðir sem fólk hefur skilið eftir sig og snjórinn hefur svo hulið og svo mætti legni telja.
Yfirvöld eru mjög dugleg að sáldra sandi um götur og gangvegi en þegar kemur að því að þrífa það upp er treyst á næstu rigningardembu.
Ég geng mikið og þetta ber við hvar sem ég geng. Þetta þykir mér mjög leiðinlegt að sjá. Allt lítur út fyrir að vera skítugt, sem það og er. Ég vil því biðja alla sem vettlingi geta valdið að taka höndum saman og reyna að hafa snyrtilegt a.m.k. í krinugum eigið heimili. Munið að umgengni getur sagt margt um hinn innri mann.

   (17 af 33)  
2/12/04 01:01

Ívar Sívertsen

Þetta er alveg rétt há þér sjálfum! Yfirvöld þurfa að koma sér upp háþrýstisprautubíl til að hreinsa þetta og þegar brjótast út óeirðir á 1. maí má nota bílinn til að sprauta á fólkið.

2/12/04 01:01

Dr Zoidberg

Heir, heir! allir út að þrífa!

2/12/04 01:01

Blíða

Amen

2/12/04 01:01

Sundlaugur Vatne

Rétt, Þú Sjálfur. Hér hafa borgaryfirvöld engan veginn staðið sig. Athugi menn að aðeins rúmt ár er til kosninga og svona subbuskapur getur kostað nokkuð mörg atkvæði.

2/12/04 01:01

Lómagnúpur

þetta er öllum þeim bavíönum að kenna sem keyra um á fræsidekkjum tvo þriðjuhluta ársins.

2/12/04 01:01

Ég sjálfur

Já, afnemum nagladekk. Yfir vetrarmánuðina má einungis nota vélsleða.

2/12/04 01:01

hundinginn

Þetta er nú bara gott á borgarana segi jeg.

2/12/04 01:02

Ívar Sívertsen

Augnablik... þetta er ekki nagladekkjamalbikssvarf heldur bara fjörusandur sem búið er að moka með stórvirkum vinnuvélum á göturnar.

2/12/04 01:02

hundinginn

SALT!!!

2/12/04 01:02

Jóakim Aðalönd

Já. Burt með sandinn og burt með nagladekkin.

2/12/04 02:01

Vladimir Fuckov

Hin varanlega lausn er auðvitað að setja plútóníum í allar götur og gangstéttir [Ljómar upp]

2/12/04 02:01

Gvendur Skrítni

já, þannig mætti spara verulega í götulýsingu
Annars eru nagladekkin og saltið ekki stærsta vandamálið. Grjótskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið til þess að nú er malbik 5% grjót, 87% tjara og 8% drasl sem bæjarstarfsmenn nenntu ekki að sópa burt fyrir malbikun.

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.