Þjóðbók
Jónas frá Hriflu
hriflujonas.typepad.com
Heyr á endemi! Ég er margbúinn að þurfa að leiðrétta þetta með póstkassann. Bæði Halldór OG Steinn sjálfur hafa staðfest að ég hafi ekkert haft með þetta að gera! Mun ég nú ekki eyða frekari orðum í þennan uppskrúfaða montpriksspássérandi vindbelg og benda að lokum á, til að gæta samræmis, að sjálfum sér samkvæmur stafsetningardólgur hefði vitaskuld skrifað „abilsínið“ - svona í takt við aðra afbökunarsérvisku sína.
Jónas frá Hriflu
Ósköp þykir mér miður þegar ungir dægurtónlistarmenn skreyta lög sín viðurstyggilegum ambögum og óforsvaranlegum málvillum. „Það var sagt mér“ – hvusskonar íslenska á það að vera? Hvert stefnir þessi unga kynslóð eiginlega? Er henni fjandakornið ekkert heilagt?
 
Jónas frá Hriflu
Að mínu viti er það ákaflega slæm og dapurleg hreppapólitík að heimta bætur af þurfalingi og skjóta svo síðustu mjólkurkúna hans.
 
Jónas frá Hriflu
Fann eftirfarandi vísu aftan á gamalli servíettu á heimili mínu:

Atti katti nóa
atti katti nóa
emissa demissa
dollamissadei


Skriftin er afskaplega barnaleg og undir er krassað „Dóri“. Ég verð nú að segja að þetta er með því alslappasta sem ritræpillinn frá Laxnesi hefur ort.
 
Jónas frá Hriflu
Ég hef einfaldan mælikvarða á gæði manneskjunnar; ef hún ber tilhlýðilega virðingu fyrir sauðkindinni, er með sæmilegt brageyra og getur etið súran pung án þess að kúgast - þá má hún fyrir mér vera röndótt á lit. Og þess vegna dönsk.
 
Jónas frá Hriflu
Getur hugsast að óprúttnir gróðapungar hafi tekið sér skortstöðu í Framsóknarflokknum fyrir síðustu kosningar?

Maður hlýtur að spyrja sig.
 
Jónas frá Hriflu
Það er ekki laust við að um mann fari notalegur fiðringur þessa dagana.

Kannski lærist þessu uppblásna þéttbýlispakki nú loksins að eina vitið er að byggja sér gott fjárbú fjarri skarkala heimsins.
 
Jónas frá Hriflu
Iss. Ekki þótti mér mikið til þessara trúðslegu íradurga koma. Gátu ekki einu sinni rennt sómasamlega í Síldarvalsinn.
 
Jónas frá Hriflu
Ég hefi komist að því að „rass“ er fyndnasta orð í íslenskri tungu. Þess vegna hefi ég lagt til við ríkisstjórnina að orðið verði friðað um alla eilífð svo það glatist ekki eða skipti um merkingu eins og hin geypifyndnu orð „sími“ og „skjár“ gerðu svo óeftirminnilega...
 
Jónas frá Hriflu
Alveg er þetta dæmigert fyrir hnignun blaðamennsku á vorum tímum. Í dag þarf 24 tíma, meðan einn þótti nægja hér í eina tíð. Isspiss.
 
Jónas frá Hriflu
Nei andskotinn. Fjórar konur í ríkisstjórn! Hvað næst - karlkyns hjúkkur?
 
Jónas frá Hriflu
Þetta voru nú ljótu úrslitin :(. Að mínir menn geti ekki einu sinni slefað formanninum inn á þing er auðvitað gersamlega glatað. Það hefði betur farið á því að hafa kind í 1. sætinu, eins og ég stakk upp á...
 
Jónas frá Hriflu
Mikið assgoti er alltaf gaman að honum Jack Bauer í 24. Það er alvöru karlmaður. Lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum, hvorki kómúnista né aðra. Betur að við hefðum nokkra svona gutta í flokknum, annað en þessar aumu gufur sem eru að skríða undan pilsfaldinum þessi misserin...
 
        1, 2, 3  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Ahaha! Ohoho! Úmm jei - æmólsjúkopp!

Þá er ég loksins búinn af fullþróa taggið mitt. Það er sumsé orðið 'Kjarri' þar sem káið myndar rjúpu og hinir stafirnir einskyns hraunbreiðu. Sjúklega töff.

Það tók ekki nema 3.412 tilraunir á jafn marga veggi, bekki, tengikassa, ljósastaura og ketti að ná því réttu.

Þórður Daníel (sem reyndar skrifar sig Danéil) skrifar á fésbókarsíðu útvarpsstöðvarinnar FM957 síðastliðinn föstudag:

Halda því eða henda því á FM957, þetta er lag kvöldsins LIKE ef þú fýlar það!

Jafnvel þó fnykinn leggi efalítið af þessum tiltekna söng þá tíðkaðist á mínu æskuheimili að fíla hljómlist, en ekki fýla. Auk þess gerir það orðskrípinu 'like' engu hærra undir höfði þó það sé skrifað með hástöfum. Mín vegna má því henda þessu öllu út í hafsauga Þórður sæll.

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA