Ţjóđbók
Einar Ben
einarben.wordpress.com
Hippsterinn nefbleikur hímir viđ vegg.
Hljómsveitin fannst honum óvenju slöpp.
Skimar og gónir sem úlfur á egg
ađ einhverju kvenslags ađ taka á löpp.
Ađ ţetta grey skyldi álpast á legg,
agndofa spyr ég mig, rök eru knöpp.
Allt sem hann hefur er húfa og skegg
– viđ Hörpu loks króknar međ fingur viđ öpp.
Einar Ben
Til hinstu hvílu Gaddafi er genginn
gćđablóđ nú ţekur elsku drenginn.
Traustur vinur horfinn hugskotssjónum
– minn hugur er hjá vígaamasónum.
 
Einar Ben
Líf mitt og allflestar hugsanir hafa
hernumiđ amasónvalkyrjur, lýbískar.
Skírlífur hápunktur guđanna gjafa
gljáfćgđar drápsvélar, langtífrá típískar.
Vökulum systrum, sem grćnklćddar gćta
Gaddafís, eldmóđur stöđugt í huga rís.
Ţeim skal ég feginn í myrkrinu mćta
og meydóma afplána glađur í tugavís.
 
Einar Ben
Engist í glugga, svargulur suđar
saddur veraldardaga.
Framar hann hvorki stingur né stuđar
– stýfđ er geitungasaga.
 
Einar Ben
Ţú syndum hlađna drottning lífsins lasta
sem lađar til ţín gírug fórnarlömb.
Ţér dreyrsultađri í glenntan kjaft minn kasta
og kýli bleiktum rjóma ţanda vömb.
 
Einar Ben
Sem marglyttur í pytti fúlum fljóta
feysknir, aldnir búkar hlađnir mör.
Af visnum limum flögur húđar hrjóta
heitum ţveita straum á sinni för.
Lötra milli bakka, brautir ţvera
bleikt af klóri, líkţyrnd hrukkudýr.
Verst er augum ţó ađ ţurfa bera
ţau í sturtu, flekkótt, blaut og rýr.
 
Einar Ben
Rosalega hef ég á tilfinningunni ađ ég hafi gleymt ađ slökkva á kaffikönnunni.
 
Einar Ben
Ég var ađ venju eitthvađ ađ skottast í útlandinu. Hitti ţar mektarmann mikinn og bauđ honum – eins og ég geri svo gjarnan – ađ fjárfesta í norđurljósunum.

Hann leit á mig međ međaumkvun í svip og spurđi hvort viđ vildum nú ekki halda einhverju smárćđi eftir fyrir okkur sjálf.
 
Einar Ben
Ţig kornbrennda glóđheita gríp ég úr rist
og gylli í einhliđa margarínbađi.
Meymjúkum ostsneiđum legg ţig af list
löđrađar dreyrrauđu rifsmarmelađi.
 
Einar Ben
Hruniđ var jú heiftarlega
hjartkremjandi synd
– en núna á ég allavega
eina Smáralind.
 
Einar Ben
Ó hlandgyllta hilling!
Ţú heilsunnar vonbjarta gjóska.
Samofin mjallhvítri mjólk
og mulningi hrímkaldra klaka.
Ó freyđandi fylling!
ţú fjölbragđa uppfylling óska.
Seđjandi seytlar um kverk
og sendir mig kíló til baka.
 
Einar Ben
Ţú náttmyrka, ilmfagra, baunmulda blanda
er brennir burt höfgina, svefndrukknum fćrir mér ţrótt.
Fyrst lifna ţá ylvolgum kaleiknum held milli handa.
Ţú heldur mér bragđblakkri greip ţinni í, fram á nótt.
 
Einar Ben
Eta landsmenn erlugrey
enga fá ţeir rjúpu.
Lóan er í hörkum hey
– hún er góđ í súpu.
 
     1, 2, 3  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr ţjóđbók

Erikur!, Erikur!
útvarpiđ galar.
Erikur!, Erikur!
eru nú falar.
Erikur!, Erikur!
á ég ađ hlaupa?
Er ykkur, er ykkur
einhver ađ kaupa?

Mér ţykir
ţađ sorglegast
viđ Alţingi
ađ Siggi Sigurjóns
sé orđinn of gamall
til ađ leika
Birgi Ármannsson
í Skaupinu

Vođalega er ţetta ţreytandi. Alltaf á ţessum árstíma fer fólk ađ spyrja mig í samúđartón, hvađ ég ćtli ađ gera um páskana.

Svariđ er einfalt – ég skelli mér á skíđi, eins og alltaf.

Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA