Þjóðbók
Jóhannes S. Kjarval
2kkallinn.blogspot.com
Ég hef tekið ákvörðun. Ég ætla að bjóðast til að mála alla innlenda dagskrárgerð RÚV. Reyna að fríska aðeins upp á hana.
Jóhannes S. Kjarval
Voðalega er unga fólkið orðið dónalegt í seinni tíð. Ég fór í dag að kaupa málningu í nýja flenniverkið mitt: „Rjúpa ælir blóði í kvöldroðanum við Rauðhóla“ – og afgreiðsluskjátan horfði á mig eins og ég væri Drakúla greifi að kaupa jómfrúarblóð fyrir innflutningsteiti.
 
Jóhannes S. Kjarval
Allt á kafi í snjó! Hvaða helvítis rugl er þetta? Og ég búinn að tjalda á Þingvöllum, búinn að finna þetta líka flotta mótíf (rjúpu í hrauni) og hvað gerist? Jú, það fer allt á kaf! Ég meina það... maður rennir í sig þremur, fjórum flöskum af kláravíni, leggur sig og svo þegar maður vaknar er allt hvítt. Helvítis drasl þetta land.
 
Jóhannes S. Kjarval
Jæja, þá er ég búinn að blanda eggjagulan, skyrhvítan, piparúðarauðan og gasgráan.

Ekkert því til fyrirstöðu að mála Austurvöll í vetrarskrúða.
 
Jóhannes S. Kjarval
Fokk. Á maður nú að borga fimmþúskell fyrir eina skitna rjúpu!?

Frekar mála ég þá kalkún á aðfangadagskvöld.
 
Jóhannes S. Kjarval
Svei mér þá. Ég sem ætlaði að byrja að mála tímamótaflenni-málverk af Seðlabankanum í dag, jafnvel heila seríu – og þá er bara allur svarti liturinn uppseldur í bænum.

Ojæja. Þá eru það bara Þingvellir og meira hraun.
 
Jóhannes S. Kjarval
Mér finnst nú efnahagslífið alltaf fallegra í haustlitunum. Það er einhvern veginn myndrænna.
 
Jóhannes S. Kjarval
Þá er ég loksins búinn af fullþróa taggið mitt. Það er sumsé orðið 'Kjarri' þar sem káið myndar rjúpu og hinir stafirnir einskyns hraunbreiðu. Sjúklega töff.

Það tók ekki nema 3.412 tilraunir á jafn marga veggi, bekki, tengikassa, ljósastaura og ketti að ná því réttu.
 
Jóhannes S. Kjarval
Mikið er þetta notalegt. Nú þarf ég ekki lengur að skælast upp á Þingvelli til að finna hrjóstrugar auðnir til að mála.

Nóg að fara bara í miðbæinn.
 
Jóhannes S. Kjarval
Af hverju hefur þetta aldrei hvarflað að mér fyrr? Það er miklu skemmtilegra að tagga á fallegt steinhús en að skælast þetta austur á Þingvelli og mála þennan moðerfokking mosa.
 
Jóhannes S. Kjarval
Fokk hvað mosi er gegt töff.
 
Jóhannes S. Kjarval
Mikið hlakka ég nú til að fara upp á Þingvelli og liggja þar með trönurnar fram á haust. Mála kannski soldið hraun. Bara að muna að taka með frjóofnæmispillurnar svo þetta endi ekki eins og í fyrra...
 
Jóhannes S. Kjarval
Voðalega fer það í taugarnar á mér þegar fólk er að hengja ókláraðar og krumpaðar skissur eftir mig upp á vegg. Hefur þetta fólk engan smekk? Kommon. Það er ekki eins og hver einasta servíetta sem ég snýti mér í sé gargandi meistaraverk...
 
     1, 2  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Af hverju hefur þetta aldrei hvarflað að mér fyrr? Það er miklu skemmtilegra að tagga á fallegt steinhús en að skælast þetta austur á Þingvelli og mála þennan moðerfokking mosa.

Ég orti nýtt kvæði í morgun. Ég held að ég sé að ná að fullkomna stílinn.

Mér finnst gott að maula ís,

mikið fínt og gaman.

Mamma er sko í mussu úr flís,

mikið er það gaman.


Er annars að pæla í því hvort þetta „sko“ eigi kannski ekkert heima þarna. Það er náttúrulega danska.

Yfir landið leggur daun
af langvinnri heimsins magapínu.
Hann skammtar okkur ofurlaun
af ómældu vanþakklæti sínu.

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA