Frétt — Enter — 16. 3. 2014
Hipsteraði yfir sig á nafnlausum pítsastað
Hipsterinn heitir ekkert.

Ungur hipster liggur illa haldinn á Landspítala eftir að hafa fengið svokallað „hipsteralost“ á nýjum nafnlausum pítsastað við Hverfisgötu.

Mun hann hafa mætt á staðinn skömmu eftir opnun og pantað sér „nafnlausa pítsu“ og „bara eitthvað kúl að drekka“ fullviss þess að staðurinn væri ennþá „hip“.

Hann fékk svo taugaáfall þegar hann opnaði símann sinn eftir máltíðina og sá sér til skelfingar að staðurinn var orðinn allverulega „meinstrím“ sem kallað er — en þá hafði m.a. Gísli Marteinn „póstað“ staðnum ásamt um 10.000 öðrum gestum.

Dvergar!

Skemmtilegu smábarnafötin eru komin aftur. A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir:
16. 3. 2014 — Myglar

Grandvar fuglaskoðari á Suðurnesjum náði nú um helgina mynd af Erni Má Þrastarsyni, löggiltum endurskoðanda, þar sem hann spígsporaði í …

12. 3. 2014 — N?mi Fannsker

Öryggismyndavélar náðu mynd af dularfullum manni sem talið er að gæti hugsanlega verið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í afar vönduðu dulargervi …

12. 3. 2014 — Enter

Ungur áhugakokkur opnaði í dag nýjan veitingastað, Bæjarins bestu fylgjur, þar sem ætlunin er að bjóða upp á „nýstárlega fylgjurétti,“ …

9. 3. 2014 — Enter

Ungur íslenskur afreksmaður sigraði í gærkvöldi í alþjóðlegri keppni í svokallaðri olnbogaskotfimi, sem er ört vaxandi grein innan bardagaíþróttageirans. Náði hann …