Frétt — Enter — 31. 3. 2014
Undirbúningur fyrir aprílgabb Baggalúts 2014 í fullum gangi
Gabbiđ verđur afhjúpađ á miđnćtti.

Ritstjórn Baggalúts undirbýr nú aprílgabb sitt fyrir áriđ 2014 og eru framkvćmdir á lokastigi.

Gabbiđ, sem verđur hiđ umfangsmesta sinnar tegundar til ţessa, er unniđ í nánu samstarfi viđ Íslenska dansflokkinn, landhelgisgćsluna, frímúrarahreyfinguna, EGG leikhúsiđ, Mezzoforte, samtökin lćkna án landamćra og skilanefnd gamla Landsbankans.

Um 400 sjálfbođaliđar leggja nú lokahönd á gabbiđ, sem verđur afhjúpađ strax upp úr miđnćtti, 1. apríl. Gera áćtlanir ráđ fyrir ađ um 270 ţúsund Íslendingar muni láta gabbast ađ ţessu sinni og freisti ţess ađ sjá krakkana í ríkisstjórninni, stađgengil Íţóttaálfsins og Megas ţykjast ćtla ađ gefa öllum Íslendingum einn aur af sýndargjaldmiđlinum íslenskri krónu, ásamt kaldri pylsu og volgri dós af ískóla.

Áríđandi!

Sekkjapípa óskast leigđ nú ţegar. A.v.á.

Lesbók19. 7. 2018 — Enter

Ég sé ađ full­hátt­virtur forseti hins háa Al­ţingis er međ eitthvađ bakkaklór eftir ömurđ­ar­veisluna sem hann hélt á Völl­unum ađ viđ­stöddu fá­menni í gćr.

„Forseti Al­ţingis harmar ađ heim­sókn danska ţing­forsetans hafi veriđ notuđ til ađ varpa skugga á hátíđar­höldin og leyfir sér ađ trúa ţví ađ ţađ sé minni­hluta­sjónar­miđ ađ viđ­­eigandi sé ađ sýna danska ţing­­for­setanum óvirđ­ingu ţegar hann sćkir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Ţjóđ­ţingsins og dönsku ţjóđar­innar.“ — segir forseti.

Ég mót­mćli herra forseti.

Ţessi van­hugsađa og alls óvel­komna heim­sókn var hreint ekki „notuđ“ til ađ varpa skugga á fjöl­milljóna­partíiđ ţitt. Heiđurs­gesturinn flótta­legi sá alveg sjálfur um ađ varpa sínum skođana­myrka skugga á hátíđa­höldin og eyđi­leggja ţau gersam­lega.

Ţađ eru miklu fremur Danir sem sýna okkur óvirđingu međ ţví ađ senda ţessa út­dönkuđu rasista­píu hingađ — og skömmin er ţeirra ađ púkka upp á hana sem ţing­forseta yfir­höfuđ.

Ţađ er nefni­lega míkró­minni­hluta­sjónar­miđ ađ halda ađ ţađ sé í lagi ađ dubba upp rauđ­klćdda rasista og leiđa til hásćtis á hátíđar­ţing­fundi á sjálfu Lög­bergi. Og ţađ ađ gera lítiđ úr gagn­rýni á ţetta skipulags­slys er ekkert annađ ómerki­legt yfir­klór og eftirá­mjálm.

Svo eiga menn bara ađ drullu­fruss­fretast til ađ biđjast af­sökunar á klúđrinu í stađ ţess ađ barma sér undan eđli­legum viđ­brögđum viđ ţessum skammar­lega undir­lćgju– og druslu­gungu­hćtti.

Góđar stundir.

 
§ Spiladós
§ Nýjustu fréttir:
30. 3. 2014 — Myglar

Jarđarbúar ganga ađ kjörborđinu í dag í fimmtíuogfimmţúsundtvöhundruđogţriđju vetrarbrautarstjórnarkosningunum. Búist er viđ spennandi kosningum, en međal annars er tekist á …

26. 3. 2014 — Enter

Karlmanni á fertugsaladri mistókst í kvöld gersamlega ađ panta svokallađa pítsu. „Ég veit ekki alveg hvađ fór úrskeiđis. Ég fékk eitthvađ …

25. 3. 2014 — Enter

Allt skítaveđur er búiđ á lager hjá Veđurstofu Íslands og er óvíst hvenćr meira berst til landsins. „Ţađ er til eitthvađ …

18. 3. 2014 — Enter

Verkfallsverđir gerđu snemma í morgun upptćka fartölvu sem grunuđ er um stórfelld brot í verkfalli framhaldsskólakennara. Er tölvunni gefiđ ađ sök …