Frétt — Kaktuz — 13. 8. 2002
Forseti Lettlands fordæmir bersyndugt líferni Ólafs og Dorritar
Vike-Freiberga leggur Bessastaði að jöfnu við Babýlón til forna

Við opinbera heimsókn á Bessastaði í gær notaði forseti Lettlands, Frú Vaira Vike-Freiberga, tækifærið til að lýsa vanþóknun sinni á hjúskaparstöðu herra Ólafs Ragnars Grímssonar og ungfrú Dorrit Múzajev. Sagði frú Vike-Freiberga að slíkur saurlifnaður yrði aldrei liðinn nema hjá hinum verstu skrælingjum.

Í stuttri tölu hvatti hún Ólaf til að "..kvænast þessari glyðru, ellegar fá þér almennilega konu!" Að svo mæltu reyndi hún ítrekað að fara í sleik við forsetann.

Tapað fundið

Meydómur tapaðist á horni Snorrabrautar og Hverfisgötu miðvikudagskvöldið 4. október. Fundarlaun.
A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
§ Spiladós




§ Nýjustu fréttir: