Ungur blökkumaður sakar íslenskan bílasala um að hafa logið að sér þegar hann seldi honum Škoda Favorit, árgerð 1990 sem „rómantískan eðalvagn sem gerði píurnar gersamlega sturlaðar af girnd“.
Bíllinn hrundi í sundur daginn eftir að kaupin gengu í gegn.
Móðir Íslendingsins og fjölmiðlafulltrúi hans vísar ummælunum algerlega á bug, segir þau gersamlega fráleit og í raun dæma sig sjálf. Þá segir hún að fjölmiðlar ættu að vita betur en að lepja vitleysuna upp úr útlendingum – og þá sér í lagi svertingjum.
Partí
Eurovisionpartíið mitt sem féll niður um helgina verður í staðinn haldið á föstudag. Horfum saman á keppnina laus við leiðinleg auglýsingfahlé. A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.