Kosningavefur Stefáns Jóns Hafstein hefur verið tilnefndur til sérstaklega verðlauna í samkeppni ÍMARKs um athyglisverðustu auglýsingu árins.
“Þetta er náttúrulega bara eðlilegur hluti af því lofi sem ég á skilið sem snillingur,” sagði Stefán í spjalli við Baggalút, en auk þess að eiga fyrirtækið Ísland ehf. (!) starfar hann sem rekstrarstjóri nýmiðlunardeildar Eddu, en þar “lærði ég á svona vefdrasl”.
Stefán er mjög ánægður með vefinn: “Ég er kominn í svo góðan fíling á kosningavefnum, hef t.d. auglýst símatíma þar sem fólki fær að spyrja mig spurninga og hljóta móðganir og skæting í staðinn, alveg eins og í gömlu góðu Þjóðarsálinni.”
Karlhóra
óskar eftir að kynnast góðri, skilningsríkri konu. Helst reyklausri.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.