Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, er sigurvegari þingkosninganna þar í landi. Flokkur hans bætir við sig töluverðu fylgi og stjórnin heldur velli.
Að sögn alþjóðlegra eftirlitsmanna fóru kosningarnar að mestu friðsamlega fram, nokkrir elgir hafi að venju reynt að villa á sér heimildir og kjósa – og nokkrir hafi brugðist ókvæða við þegar í ljós koma að kjörseðillinn var á norsku. Auk þess munu óvenju fáir hafa dáið úr leiðindum í kjörklefum.
Samkvæmt tilkynningu frá stjórninni verða áherslurnar í ríkisrekstri þær sömu og áður; veiða fisk, finna olíu og fara á skíði.
Af nýslátruðu
Eigum fyrirliggjandi mikið af mávi eftir flugeldasýninguna á Menningarnótt. Kjötvinnsla Reykjavíkurborgar.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.