Ungur bjáni, líklega ćttađur úr Kópavogi, hefur náđ ađ tjá sig um efnahagsmálin í öllum helstu fjölmiđlum landsins undanfarna daga.
Auk ţess hefur hann veriđ atkvćđamikill á helstu bloggsvćđum og í mörgum stćrstu kaffistofum landsins.
Lögregluyfirvöld reyna nú ađ hafa hendur í hári bjánans sem ţegar hefur valdiđ „óbćtanlegum skađa“ međ allskyns „óábyrgu blađri“ um „hluti sem hann hefur ekki hundsvit á“.
Yfirvöld viđurkenna ţó ađ margt, ef ekki allt, sé rétt í málflutningi bjánans.
Fakír
óskar eftir ađ komast í kynni viđ reyklausa, geđprúđa konu á fertugsaldri. ţarf ađ hafa reynslu af nálastungum og nokkuđ sterkar taugar.
Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.
Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:
Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góđar stundir.