Frétt — Enter — 28. 4. 2006
DV hverfur af dagblaðamarkaði
Ritstjóri DV lét sér fátt um tíðindin finnast.

Óhreinasta barn íslenskrar fjölmiðlunar, DV, var í gær borið út - ef svo má að orði komast - í síðasta sinn í núverandi mynd, enda ekki matvinnungur.

Eru fáir til að gráta örlög þessa rauðröndótta riddara, sem barðist hetjulegri baráttu fyrir réttinum til að úthrópa og níða íslenska misyndismenn, vesalinga og seljabryta til jafns við þá útlensku.

Lítil minningarhátíð um DV verður haldin í sal handrukkara kl. 21.00 í kvöld.

Skata

Sit fyrir mistök upp með 3 gáma af afar kæstri skötu. Kílóið á lygilegu verði. A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
§ Spiladós




§ Nýjustu fréttir: