Kvenfélagið Mysa í Hafnarfirði tilkynnti í dag úrslit í árlegri keppni sinni um lélegasta jólaföndrið. Alls bárust félaginu á þriðja þúsund tilnefningar, sem er met - og valdi dómnefnd 10 hluti sem þóttu bera af um smekk- og tilgangsleysi.
Það voru mæðgurnar Elín og Ingibjörg Waage sem urðu hlutskarpastar að þessu sinni, eins og raunar síðustu 10 ár. Elín fyrir fádæma ljótan marengshatt, skreyttan gúrkusneiðum og radísum, sem átti víst að snúast væri honum stungið í samband en það þótti ekki þorandi vegna eldhættu. Dóttir Elínar, Ingibjörg lenti svo í öðru sæti með jólatrefilinn sinn, sem var í raun lítið annað en illa útklippt pappatré penslað með uppþvottalegi.
Voru þær mæðgur að vonum hressar með árangurinn og sögðust strax vera byrjaðar að huga að föndri fyrir næstu jól, en að sögn mun það að mestu byggt á kartöflusalati og gömlu veggfóðri.
Til sölu
Til sölu mikið magn ónotaðra náttúrupassa.
a.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.