Einn maður lést og fjórir ærðust þegar þeir hlýddu á mál kúa í fjósi Húsdýragarðsins í nótt, en sem kunnugt er fá kýrnar málið á aðfararnótt þrettándans og æra þá gjarnan þá sem á hlýða.
Nokkrir ofurhugar hættu sér inn í fjós Húsdýragarðsins til að spjalla við kýrnar, en þær eru taldar fádæma skemmtileg kvikindi - af klaufdýrum að vera og vel máli farnar.
Að sögn Skúla Skúlasonar, blikksmiðs, sem ærðist alvarlega, ræddu þeir félagar við kýrnar um mál Hannesar Hólmsteins, eftirlaunafrumvarpið, stöðu sauðkindarinnar, hvalveiðar og fleira fram eftir nóttu eða allt þar til kýrnar réðust til atlögu og ærðu félagana fimm - þar af einn til ólífis.
Einkamál
Feitur karl óskar eftir að kynnast fallegri konu. Má ekki reykja. A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.