Karl Margeirsson, endurskoðandi, hóf í gær að hljóðblanda Öskjuhlíð, en það gerir hann árlega er líða tekur að jólum.
"Já, þetta er nú svona meira köllun en hobbí myndi ég segja - ég átti leið þarna um fyrir nokkrum árum og upplifði svo hryllilega bjögun að ég bara sótti græjurnar og tjúnnaði þetta til", sagði Karl í samtali við Baggalút. Karl hefur komið árlega síðan í Öskjuhlíðina til að "fínstilla sándið".
"Að þessu sinni geri ég nú ráð fyrir að þurfa aðeins að setja smá verba á grenið og jafnvel átótjúna soldið furuna - maður gerir það nú samt ekki nema maður absólút þurfi. Reyndar er íslenska furan mjög tónviss miðað við t.d. Kanadalerki".
Fyllibyttur
Fyllerí í kvöld, niðri í bæ. Fjölmennum.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.