Frétt — Spesi — 25. 9. 2003
Fræg rokkstjarna eignast erfingja
Ljósmyndavélar voru ekki leyfðar á fæðingadeildinni og því sendi Baggalútur teiknara

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Baggalúts eignaðist fræg íslensk rokkstjarna erfingja fyrir skömmu síðan. Heimildum ber ekki saman, en eftir því sem sérfræðingar Baggalúts komast næst er hér líklega um að ræða sjöbura af nokkrum mismunandi kynþáttum.

"Já, þetta var frekar óvænt," mun rokkstjarnan hafa sagt eftir fæðinguna. "Lífið er eins og popp: Maður veit aldrei hversu mörg lög maður þarf að taka."

Baggalútur óskar hinni nýbökuðu fjölskyldu innilega til hamingju.

Viðskiptafélagi óskast

Sjálfstæður fjárfestir óskar eftir samstarfi við annan sjálfstæðan fjárfesti um kaup á allt að 4 sólbaðsstofum og 11 myndbandaleigum.
Svar sendist afgreiðslu merkt: Grensásvegur 2009

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
§ Spiladós




§ Nýjustu fréttir: