Frétt — Spesi — 25. 9. 2003
Frćg rokkstjarna eignast erfingja
Ljósmyndavélar voru ekki leyfđar á fćđingadeildinni og ţví sendi Baggalútur teiknara

Samkvćmt áreiđanlegum heimildum Baggalúts eignađist frćg íslensk rokkstjarna erfingja fyrir skömmu síđan. Heimildum ber ekki saman, en eftir ţví sem sérfrćđingar Baggalúts komast nćst er hér líklega um ađ rćđa sjöbura af nokkrum mismunandi kynţáttum.

"Já, ţetta var frekar óvćnt," mun rokkstjarnan hafa sagt eftir fćđinguna. "Lífiđ er eins og popp: Mađur veit aldrei hversu mörg lög mađur ţarf ađ taka."

Baggalútur óskar hinni nýbökuđu fjölskyldu innilega til hamingju.

Viđskiptafélagi óskast

Sjálfstćđur fjárfestir óskar eftir samstarfi viđ annan sjálfstćđan fjárfesti um kaup á allt ađ 4 sólbađsstofum og 11 myndbandaleigum.
Svar sendist afgreiđslu merkt: Grensásvegur 2009

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.

Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viđvera
  • Ekkert húsnćđi
  • Engin ţjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhćtta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góđar stundir.

 
§ Spiladós
§ Nýjustu fréttir: