1000. FRÉTTIN
Þá er komið að því. Þúsundasta fréttin á Baggalúti hefur verið skrifuð. Efnt var til opinnar samkeppni áhugafréttaritara og sigraði frétt "Agúrkunnar" - Verða henni veitt vegleg verðlaun, enda vel að þeim komin:

Gay pride í Afganistan
Við óskum mönnunum til hamingju með daginn með bestu kveðjum.

Mikil þáttaka var í 'Gay Pride' í Afganistan í gær og þykir með ólíkindum.

Alls voru í göngunni 3 menn, Echet Adens Belli, Al Thaninn Tharmur og Rakad Ra Skat.

Eins og sést á mynd þá voru þeir afar hýrir með eigið framtak og gleði mikil með að koma út úr skápnum, enda afar erfitt að hýrast í skáp í landi þar sem meðalhitinn er vel yfir 40 gráðum.

- Agúrkan